fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 16. maí 2019 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist á ScaryMommy og er lauslega þýdd fyrir lesendur. Kona, sem kemur ekki fram undir nafni, segir frá sinni reynslu á því að hafa slitið tengsl við tengdamóður sína eftir að hún beitti hana andlegu ofbeldi í áratugi.

Tengdamóðir mín hefur beitt mig andlegu ofbeldi í mörg ár, og ég hunsaði það.

Einn daginn gekk hún of langt og þá ákvað ég að loka á hana og slíta öll tengsl við hana.

Það er þessi staðalímynd um að tengdamömmum og tengdadætrum kemur ekki vel saman. Samskiptin erfið og full af spennu og ágreiningi. Ég skil það, ég virkilega geri það. En það sem ég upplifði og þurfti að þola frá tengdamömmu minni var allt annað en einhver staðalímynd eða það sem einhver manneskja ætti að þurfa að umbera, hvort sem það er frá fjölskyldumeðlim eða tengdaforeldri.

Ég hef nokkra áratugi af hrottalegum ummælum, samskiptum og fjandsamlegri hegðun að baki frá henni. Hér eru topp tíu skiptin sem eru mér efst í huga. Þetta er þau skipti sem særðu mest og halda áfram að hafa áhrif á mig þó svo að tíminn líði.

Þegar ég og eiginmaður minn áttum erfitt með að eignast barn þá sagði hún við mig að ég væri heppin að hann skildi ekki við mig því ég gat ekki orðið ólétt.

Þegar ég var nýbökuð móðir með tvíbura á brjósti og við vorum að heimsækja þau, komum við um kvöldmatarleytið og ég var glorhungruð (eins og mæður með börn á brjósti þekkja eflaust), ég gerði mér skál með pasta og sósu. Tengdamamma mín tók skálina af mér og sagði að sonur hennar  borðar fyrst.  Hún fór síðan í næsta herbergi og rétti honum skálina.

Þegar ég flutti frá ríkinu sem ég hafði búið í síðastliðinn 30 ár vegna vinnu eiginmanns míns sagði hún mér að hún væri ánægð að foreldrar mínir myndu upplifa ástarsorgina og þjáninguna hún hafði upplifað að búa ekki nálægt syni sínum.

Þegar ég missti fóstur á öðrum hluta meðgöngu þá sagði hún mér að ég væri sjálfselsk fyrir að hafa ekki samband við hana og hughreysta hana því hún missti barnabarn líka. (Ég vil taka það fram að ég þurfti að fara í útskröpun eftir fósturmissinn og viku seinna var blæðing og ég þurfti að fara aftur í útskröpun. Ég var rosalega veik í margar vikur.)

Þegar ég hélt óvænta afmælisveislu fyrir eiginmann minn bað ég hana um aðstoð. Hún neitaði og samþykkti síðan að hjálpa en gerði ekkert af því sem hún sagðist ætla að gera. Hún kom í veisluna og benti gestum á mistök sem ég gerði, en ég setti óvart mynd af bróður honum sem barni en ekki honum. Þeir eru mjög líkir.

Þegar þriðja dóttir mín átti sína fyrstu altarisgöngu, og allir vinir og ömmur og afar komu saman, fór hún að tala um innflytjendamál og hlaðin pólitísk málefni. Það sem er verra er að hún deildi sinni skoðun að innflytjendur ættu ekki að vera leyfðir í Bandaríkjunum, þó þeir séu löglegir. Þetta sagði hún allt fyrir fram faðir minn, sem er innflytjandi. Pabbi minn ræddi við hana á vingjarnlegan máta en hreinskilinn.

Þegar ég fæddi mitt fjórða barn þá kom tengdamóðir mín að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn. Eiginmaður minn yfirgaf herbergið með hin börnin mín til að ná sér í eitthvað að borða. Um leið og hurðin lokaðist á eftir þeim sagði hún við mig: „Hvað ætlarðu að gera til að passa að þetta gerist ekki aftur?“

Og það sem er nýlegra er að þegar við vorum að tala um starfsferill minn og velgengni mína, sem hún byrjaði að tala um og spurði mig um, sagði hún: „Þú ert ekkert sérstök.“

Ég get höndlað ýmislegt, en þegar þú móðgar börnin mín eða mig sem móður, þá erum við búnar. Því ég veit betur, ég þekki börnin mín og ég mun vernda þau, alltaf.

Tvö krítísk augnablik: Að koma með anti-LGBTQ athugasemd (eitt af börnum mínum er samkynhneigt) og að segja mér að eitthvað sé að mínu yngsta barni þegar hún brotnaði saman í matarboði. Hún sagði við mig, fyrir framan barnið mitt, að eitthvað væri að barninu mínu fyrir að gráta. Að svona hegðun lýkur þegar hún var fimm ára þegar barnæsku lýkur, ekki þegar hún er sjö ára.

Á þessu augnabliki fékk ég nóg. Hún sýndi hver hún er og hvað hún getur gert. Og hún sýndi líka hvað hún er ekki: ástrík og samúðarfull manneskja.

Segðu það sem þú vilt við mig, en við börnin mín? Gleymdu því.

Veistu hvað ég sé mest eftir? Að ég lokaði ekki á hana fyrr.

Ég einhvern veginn trúði því að hlutirnir yrðu betri. Ég var sífellt að koma með afsakanir fyrir hana, að hún meinti þetta ekki í alvöru.

Ég var svo upptekin að vinna og eignast börn og ala upp börn að ég áttaði mig ekki á því hversu eitruð þessi samskipti voru fyrr en hún beindi þeim að börnum mínum.

Ég var beitt andlegu ofbeldi og lögð í einelti af tengdamóður minni.

Það er það sem er erfitt með andlegt ofbeldi: nema það sé skrifað eða tekið upp eða einhver var vitni að því, þá getur verið erfitt að ímynda sér það sem raunverulegt.

Þú segir við þig sjálfa, sagði hún þetta virkilega? Meinti hún þetta virkilega? Er möguleiki að ég misskildi þetta?

Og ef það er enginn til að vera vitni að þessu, þá þegar þú segir eitthvað, eins og ég sagði við eiginmann minn, þá hefur það áhrif á hjónabandið. Hverjum trúir þú? Eiginkonu þinni eða móður?

Tengdamóðir mín var svo útsmogin og stjórnsöm. Hún sagði oft mjög fallega hluti um mig við eiginmann minn eða lýsti yfir áhyggjum sínum á hversu mikið ég vann eða hugsaði um börnin, en hún sagði aldrei þessa hluti við mig. Þetta var leið fyrir hana til að halda rugling í gangi og halda áfram að beita mig andlegu ofbeldi.

Ég hef áttað mig á því að öll tengdafjölskylda mín kom illa fram við mig og enginn stóð upp fyrir mér, ekki einu sinni eiginmaður minn eða tengdafaðir. Ég hef áttað mig á því að þau voru öll undir hennar valdi og hafa verið það allt sitt líf. Fyrir þeim er þessi hegðun eðlileg og búist er við henni. Það er erfitt að vera utanaðkomandi og reyna að breyta fjölskyldukerfi þegar þau átta sig ekki einu sinni á því að það sé vandamál til að byrja með.

Nú er ég ekki lengur á milli eiginmanns míns og móður hans, þannig hann upplifir hana allt öðruvísi og fær að upplifa hana eins og hún er. Ég vona að hann finni sína rödd og slíti sig einnig frá henni.

Þangað til þá eina sem ég get gert er að jafna mig og minna mig á að mitt virði þarf ekki að vera sannað. Stundum þarftu að loka á samskipti til að vita þitt virði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skiptir stærð legganga máli?

Skiptir stærð legganga máli?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sveppasýking algengari í prófatíð – „Það eru kraumandi kynfæri að koma núna á markaðinn“

Sveppasýking algengari í prófatíð – „Það eru kraumandi kynfæri að koma núna á markaðinn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.