fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 21:30

Khloé og Lamar á meðan allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltamaðurinn Lamar Odom og raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian skildu fyrir rúmlega fimm árum eftir stormasamt fjögurra ára hjónaband. Í æviminningum sínum, Darkness to Light, segist Lamar enn sjá eftir því að hafa haldið framhjá þáverandi eiginkonu sinni.

„Ég vildi óska að ég hefði getað verið meiri maður,“ segir Lamar um framhjáhaldið í viðtali við People og bætir hann við að hann hafi einnig falið kókaínfíkn sína fyrir Khloé. „Þetta angrar mig enn í dag. En eftirsjá er eitthvað sem maður verður að læra að lifa með.“

Vænisýki, kvíði og þunglyndi

Lamar og Khloé gengu í það heilaga árið 2009, aðeins mánuði eftir að þau kynntust. Lamar segir að í fyrstu hafi sambandið gengið eins og í sögu.

Gengu í það heilaga mánuði eftir fyrstu kynni.

„Um tíma var samband mitt og hennar dans á rósum og ég hef aldrei verið hamingjusamar,“ skrifar hann í Darkness to Light. „En við vorum eitt af frægustu pörunum í Hollywood og við þénuðum meiri peninga saman en við höfðum gert í sitthvoru lagi.“

Lamar segist hafa verið trúr eiginkonu sinni í fyrstu en síðan byrjað að halda framhjá.

„Ég gat ekki höndlað banvænan kokteil sviðsljóssins, fíknar, hnignandi ferils og framhjáhalds,“ skrifar hann. „Og minnsti ég á vænisýki, kvíða, þunglyndi… Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu. Dópistar eru mjög hæfir í að fela fíknina. Ég fór í vörn og Khloé hætti bara að tala um þetta.“

Edrú í dag

Khloé fékk loks að vita um framhjáhaldið og lygarnar og hjónin skildu, en hún sneri ekki baki við körfuboltamanninum. Lamar lenti á sjúkrahúsi árið 2015 þegar hann tók of stóran skammt af eiturlyfjum og þá stóð Khloé þétt við bakið á honum.

Darkness to Light.

„Ég man að ég vaknaði og hún sýndi mér myndir af móður minni,“ segir Lamar í samtali við People, en móðir hans, Cathy, lést úr krabbameini þegar hann var aðeins tólf ára gamall. „Ég var hissa yfir því hve fljótt hún sýndi mér hollustu. Ást hennar til mín hlýtur að hafa verið skilyrðislaus.“

Lamar er edrú í dag en segist enn kljást við djöflana innra með sér. Hann vonar að hann og Khloé haldi áfram að vera vinir.

„Ég sakna fjölskyldunnar og ég vona að við náum aftur saman einn daginn.“

Endurminningar Lamars, Darkness to Light, koma út þann 28. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skiptir stærð legganga máli?

Skiptir stærð legganga máli?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sveppasýking algengari í prófatíð – „Það eru kraumandi kynfæri að koma núna á markaðinn“

Sveppasýking algengari í prófatíð – „Það eru kraumandi kynfæri að koma núna á markaðinn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.