fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Vandræðalegt – Birti hjartnæma færslu til dætranna í tilefni mæðradagsins en gleymdi einni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 09:30

Kris Jenner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Kris Jenner birti einlæga færslu á Instagram í tilefni mæðradagsins í gær þar sem hún lofsamaði dætur sínar – allar nema eina.

„Til hamingju með mæðradaginn allar fallegu mæðurnar þarna úti og allar konurnar sem eru lærimeistarar og sem mæður einhverra sérstakra,“ skrifar Kim við nokkrar myndir af dætrum sínum og ömmubörnum.

Á myndunum má sjá Kris ásamt dætrum sínum, Kourtney, Kim og Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Á myndunum er einnig móðir Kris, Mary Jo „MJ“ Campbell og ömmubörnin True, North, Saint, Chicago, Stormi, Mason, Penelope og Reign. Hins vegar vantar dótturina Kendall Jenner.

„Til stórkostlegrar móður minnar, MJ, ég elska þig meira en þú getur ímyndað þér. Takk fyrir að ala mig upp í að vera sterk og sjálfstæð og fyrir að elska mig,“ bætir Kris við. Þá lofsamar hún fjögur af börnunum sínum sex.

„Til fallegu dætra minna sem eru mæður, ég er svo stolt af ykkur stelpunum og mæðrunum sem þið hafið orðið. Ömmubörnin mín eru svo heppin að Guð valdi ykkur til að vera mæður þeirra.“

Þá merkir Kris alla sem hún talar um í færslunni, en ekki Kendall. Kendall svarar móður sinni hins vegar í athugasemdum á kaldhæðinn hátt með einfaldlega:

„Ég elska þig líka mamma.“

Margir hafa bent á hve slæmt það sé að hún hafi gleymt Kendall, en einhverjir segja það ekkert skrýtið þar sem Kendall sé eina Kardashian-Jenner-dóttirin sem eigi ekki börn. Þá minnist Kris ekkert á son sinn Rob Kardashian og tveggja ára dóttur hans, Dream. Væntanlega út af því Rob er ekki móðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.