fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Fyrrverandi eiginmaður Meghan Markle í það heilaga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 11:30

Meghan og Trevor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn Trevor Engelson gekk að eiga unnustu sína, Tracey Kurland í Montecito í Kaliforníu á laugardaginn. Trevor er fyrrverandi eiginmaður Meghan Markle, hertogynjunnar af Sussex, en Tracey er dóttir Stanford Kurland, viðskiptajöfursins sem græddi milljónir á vafasömum lánum sem leiddu til hrunsins á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum árið 2008.

 

View this post on Instagram

 

It’s official! Amazing night, Amazing couple! #t🖤t #detailseventplanning #rosewoodmiramarbeach #marksgarden #imagesbylighting

A post shared by syarbro1 (@syarbro1) on

Daily Mail birtir myndir úr brúðkaupinu sem var glæsilegt í alla staði, en Trevor bað Tracey í júní í fyrra. Það var þó talsvert frábrugðið brúðkaupi hans og Meghan. Þau giftu sig í Ocho Rios í Jamaíka og söfnuðust rúmlega hundrað manns saman í veislu sem varði í fjóra daga.

Trevor og Meghan byrjuðu saman árið 2004 og gengu í það heilaga í september árið 2011. Þau skildu átján mánuðum síðar. Meghan játaðist svo Harry Bretaprins í fyrra og nýverið eignuðust þau sitt fyrsta barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.