fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. maí 2019 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var af Chicago-háskóla og eHarmony.com hefur um þriðjungur para sem gifti sig í dag byrjað saman á internetinu.

Niðustöðurnar segja að netið sé vinsælasti staðurinn til að finna maka þökk sé þeim mörgu leiðum sem hægt sé að nota til að komast í tæri við annað fólk.

Netið verður sífellt stærri hluti af lífi fólks sem eyðir æ meiri tíma í samfélagsmiðla, tölvupóst, spjallforrit, tölvuleiki og sýndarveruleika þar sem hægt er að „lifa“ í gegnum tilbúnar persónur. Allt eykur þetta líkurnar á því að fólk finni sér maka í netheimum

Rannsóknin sýndi líka að þau pör sem kynnast á netinu eru líklegri til þess að vera hamingjusöm til lengdar en þau sem kynnast í persónu fyrst.

Leitað var til 19,131 hjóna. Kom í ljós að skilnaðartíðni þeirra hjóna sem kynntust á netinu var lægri en þeirra sem kynntust á hefðbundinn máta, eða 6% á móti 7,6%. Hjón voru einnig sáttari í sambandinu ef þau höfðu kynnst á netinu.

John Cacioppo, höfundur rannsóknarinnar, er einnig prófessor í sálfræði við Chicago-háskóla en hann sagði að niðurstöðurnar virtust benda til þess að internetið væri að breyta uppbyggingu sambanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.