fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Þú getur knúsað þig í svefn og það tekur bara eina mínútu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 13:00

Afar einfalt ráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefn er mjög mikilvægur og flestir sérfræðingar mæla með því að sofa í sjö til átta tíma á nóttu til að viðhalda heilbrigði. Hins vegar getur oft verið erfitt að festa blund og kannast eflaust flestir við það að hafa einhvern tímann legið andvaka uppi í rúmi og geta ekki sofnað.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var við háskólann í Leeds í Bretlandi fær rúmlega fjórðungur fólks ekki nægan svefn. Að því tilefni ákvað blaðamaður Metro að tala við svefnsérfræðinginn og lækninn Nerina Ramlakhan og leita góðra ráða til að sofa betur. Nerina lumar á mjög einföldu og frábæru ráði sem allir ættu að geta nýtt sér.

Nerina segir að eitt faðmlag fyrir svefninn geti skipt sköpum. Faðmlagið veitir okkur öryggi og leyfir okkur að líða inn í draumaheim. Og nei, fólk þarf ekki að eiga maka til að knúsa til að geta nýtt sér þessa tækni.

„Öryggi og afslöppun fyrir svefninn er mikilvægasti þátturinn af góðum nætursvefni og ef þú faðmar sjálfan þig í að minnsta kosti eina mínútu uppi í rúmi þá líður þér betur,“ segir Nerina. Þeir sem eiga maka geta að sjálfsögðu faðmað þá í staðinn fyrir sjálfan sig, þar sem knús með annarri manneskju virkar alveg jafn vel. Nerina fer hins vegar ítarlega yfir knúsferlið í grein Metro til að hámarka árangur faðmlagsins.

„Setjið hægri hendi undir vinstri handarkrika og setjið vinstri hendi yfir hægri handlegg. Vinstri höndin á að liggja á hægri öxl. Einblínið á að anda djúpt, slaka á og þið verðið sofnuð innan mínútu,“ segir hún. Þá bætir hún við að mikilvægt sé að nota öndunina til að hreinsa hugann.

„Ekki hugsa um hve mikinn svefn þið þurfið því það getur aukið kvíða. Of mörg okkar einblína á þessa átta klukkutíma. Nýtið kraftana frekar í tækni eins og knúsleiðina sem getur hjálpað okkur að sofna á auðveldan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.