fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Þrjátíu hlutir sem Meghan Markle var bannað að gera þegar hún giftist Harry

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 18:00

Alls konar reglur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Meghan Markle gekk að eiga Harry Bretaprins á síðasta ári og fyrir stuttu eignuðust þau sitt fyrsta barn saman, snáðann Archie. Líf Meghan umbreyttist þegar hún játaðist Harry og frá þeim degi þurfti hún að fara eftir öllum reglum, boðum og bönnum innan konungsfjölskyldunnar. Sá listi er ansi langur.

Ekkert einkalíf

Meghan má ekki eiga nein leynarmál og hún er ávallt í sviðsljósi fjölmiðla.

Sjálfstæðið út um gluggann

Meghan getur í raun ekki farið neitt án þess að vekja á sér athygli. Þá fylgir henni fylgdarlið hvert sem hún fer og hún má ekki taka neinar sjálfstæðar ákvarðanir um hvernig hún hagar tíma sínum.

Leiklistin þurfti að víkja

Meghan var að gera það gott í leiklistinni, sérstaklega í þáttaröðinni Suits. Leiklistin þurfti hins vegar að víkja fyrir konunglegum skyldum hennar, en enginn í konungsfjölskyldunni er í launaðri vinnu utan hallarveggjanna.

Meghan í hlutverki sínu í Suits.

Hún má ekki vera á samfélagsmiðlum

Nánast enginn meðlimur konungsfjölskyldunnar er með persónulega reikninga á samfélagsmiðlum. Meghan eyddi því Instagram-síðu sinni og bloggi, The Tig, þegar að hún gekk að eiga Harry. Þau Harry eru með sameiginlegan Instagram-reikning, þó eingöngu til að vekja athygli á mikilvægum góðgerðarsamtökum.

Glænýr fataskápur og engin brjóstaskora

Það eru strangar reglur um klæðaburð kóngafólks og þarf Meghan að fara eftir þeim í einu og öllu. Hún má ekki vera í buxum og ekki í hvaða lit sem er. Þá eru nokkrir hönnuðir sem hún er hvött til að skipta við. Fötin mega alls ekki vera flegin.

Þessi toppur gengur ekki.

Frelsið farið

Meghan er komin í þá stöðu að hún er sífellt borin saman við Kate Middleton, hertogynjunan af Cambridge, og Díönu prinsessu. Hún losnar aldrei við það.

Fær ekki að halda ríkisborgararéttinum

Meghan þurfti að afsala sér bandarískum ríkisborgararétt þegar hún gekk að eiga Harry og er nú breskur ríkisborgari.

Ekki meiri hönnun

Meghan var í samstarfi með Reitmans og hannaði fatalínu áður en prinsinn kallaði. Nú má hún hins vegar ekki hanna meira sem er ætlað til sölu.

Hún má ekki viðra sínar pólitísku skoðanir

Sú var tíðin að Megan talaði opinskátt um samfélagsmál og aktívisma. Nú má hún ekki viðra sínar pólitísku skoðanir og það sama gengur um annað kóngafólk.

Meghan, Harry og Archie litli.

Hún hefur ekki forræði yfir sínu eigin barni

Þetta er alveg magnað en satt. Tæknilega séð er Elísabet önnur Bretadrottning með forræði yfir öllum barnabörnum sínum, þar á meðal Archie litla. Þessi regla hefur verið í gildi síðan snemma á átjándu öld.

Enginn hvítlaukur og laukur

Hertogynjan má ekki borða hvítlauk og lauk. Elísabet drottning þolir ekki þessi matvæli og bannar allri konungsfjölskyldunni að borða þau. Það er vegna þess að þessi matvæli valda andremmu og það er ótækt þegar að konungsfólk talar við mikilvægt fólk í samfélaginu.

Ekkert persónulegt rými

Vonandi þolir Meghan vel snertingu, því hennar persónulega rými fór út um gluggann um leið og hún sagði já við Harry. Henni er fylgt hvert sem hún fer, gripið í hana og hún beðin um að gera hitt og þetta – stanslaust.

Nafnið fékk meira að segja að fjúka

Það má ekki lengur kalla Meghan nafni sínu og ekki heldur gælunöfnum. Nú er hún ávallt kynnt sem hertogynjan af Sussex.

Meghan og Kate.

Bæ, bæ, Toronto

Meghan keypti sér hús í Toronto í Kanada þegar hún sló í gegn í Suits en hún þurfti að selja það þegar hún gekk í hjónaband.

Hún þurfti að skilja annan hundinn sinn eftir

Meghan átti tvo hunda áður en hún kynntist Harry – Bogart og Guy. Bogart var of gamall til að ferðast með henni til Bretlands og því þurfti hún að skilja hann eftir í Kanada. Guy fékk hins vegar að fylgja með.

Hún mátti ekki taka sér tíma til að njóta barnsburðar

Meghan og Harry voru neydd til að frumsýna barnið sitt og sýna öllum heiminum það. Þau fengu hins vegar að fresta frumsýningu um tvo daga, en venjan er að konungleg afkvæmi séu sýnd heiminum sama dag og þau fæðast.

Engar sjálfur, takk

Meghan má ekki lengur taka sjálfur með aðdáendum og hefur sagt frá því opinberlega svo aðdáendur telji sig ekki ókurteisa.

Þarf alltaf að vera fyrir aftan Harry.

Hún má ekki krossleggja lappirnar

Konunglegar konur eiga að sitja á vissan hátt: fótleggir og hné saman en þó má krossleggja ökkla. Þá má hins vegar alls ekki krossleggja lappirnar.

Flippað naglalakk er úti úr myndinni

Líkt og með klæðaburð eru strangar reglur um lit á naglalakki sem konunglegar konur bera. Hún má eingöngu vera með lillableikt eða húðlitað naglalakk.

Tebolli er ekki það sama og tebolli

Tedrykkja eru eins og trúarbrögð í Bretlandi og því þarf Meghan að halda á tebolla á vissan hátt, sem er virðulegri en almúgamanneskja myndi gera.

Nýr háttatími

Elísabet drottning stjórnar háttatíma kóngafólksins og má enginn fara að sofa á undan henni. Díana prinsessa var þekkt fyrir að brjóta þessa reglu og var litin hornauga fyrir.

Engar eiginhandaráritanir

Meghan má ekki gefa neinar eiginhandaráritanir en ástæðan fyrir því er sú að einhver óprúttinn aðili gæti falsað undirskrift hennar og valdið miklum usla innan hallarveggjanna.

Engar slettur

Meghan má ekki borða skelfisk, eða annan mat sem getur skitið út fingur hennar eða klæðnað. Konungsfjölskyldan þarf ávallt að líta sem best út – meira að segja þegar þau borða.

Drottningin ræður

Meira um mat. Við borðhald með kóngafólkinu má enginn hætta að borða fyrr en Elísabet drottning er búin. Einnig má enginn byrja að borða fyrr en hún byrjar.

Svart í sorg.

Hún fékk ekki einu sinni 100% stjórn yfir brúðarvendinum

Samkvæmt konunglegri hefð þurfa allir brúðarvendir í konunglegum brúðkaupum að innihalda blómið Myrtle. Meghan fékk engu um það ráðið.

Kossaflens er varhugavert

Meghan og Harry mega alls ekki kyssast og kjassast á almannafæri. Það er ekki vel séð.

Hún má ekki spila Monopoly

Það er ströng regla innan konungsfjölskyldunnar að ekki má spila borðspilið Monopoly vegna þess að hertoganum af York finnst spilið smekklaust.

Ekkert svart

Meghan má alls ekki klæðast svörtu á almannafæri því fatnaður í svörtum litum er eingöngu notaður við jarðarfarir þegar kemur að kóngafólkinu.

Samt smá

Hún þarf samt ávallt að hafa svartan klæðnað meðferðis þegar hún ferðast ef ske kynni að einhver merkilegur deyi. Þessi regla var sett í gildi þegar að faðir drottningarinnar lést óvænt þegar hún var erlendis á ferðalagi. Hún skammaðist sín niður í tær þegar hún sneri aftur heim til Englands ekki klædd í svart.

Ekki lengur hlið við hlið

Samkvæmt reglum má Meghan aldrei ganga við hlið Harry heldur verður að ganga nokkrum skrefum fyrir aftan hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.