fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust eru margir sem reyna aldrei við aðila sem þeim líst vel á vegna þess að þeir telja sig ekki eiga sjens í viðkomandi. Samkvæmt nýrri könnun er vel hægt að yfirstíga útlitsmuninn og besta leiðin til að vinna ástir einhvers sem er fallegri en þú er að verða fyrst vinur hans eða hennar. Umrædd rannsókn leiddi í ljós að því lengur sem pör hafa þekkst áður en þau hófu ástarsamband því meiri líkur eru á að mikill útlitsmunur sé á fólkinu.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 33% karla og 43% kvenna hafa fallið fyrir einhverjum sem þau löðuðust ekki að í byrjun.

Í rannsókninni voru samtöl fjölmargra para tekin upp á myndbönd sem síðan voru sýnd hópi fólks sem lagði mat á útlit fólksins. Útlitseinkunnir sýndu þá tilhneigingu að hjá pörunum sem höfðu þekkst lengst áður en þau hófu ástarsamband var mesti útlitsmunurinn.

Einn af þeim sem stýrðu rannsókninni, Lucy Hunt, segir:

„Ef þú verður hrifin(n) af einhverjum sem þú telur að sé miklu fallegri en þú þá eru meiri möguleikar á því að þér takist að vinna hjarta viðkomandi ef þið kynnist vel. Hins vegar er það auðvitað alltaf áhætta. Þegar þú kynnist einhverjum þá geturðu bæði vaxið og minnkað í augum viðkomandi við viðkynninguna.“
Nánar má lesa um rannsóknina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.