fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Eiríksdóttir er á leiðinni í aðgerð. Hún og Ragnar Snær, maður hennar, biðja um alla þá hjálp, hlýju strauma og bænir sem í boði eru, og binda miklar vonir við að aðgerðin muni heppnast vel.

„Nú vantar okkur alla þá hjálp, hlýju strauma og þær bænir sem í boði eru.Allt hjálpar og þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur. Sendið Fanneyju ást og baráttukveðjur og við skoðum þetta allt saman hérna og peppum okkur upp. Við trúum að aðgerðin gangi vel upp og muni hafa stór áhrif í að snúa við því slæma gengi sem hefur fylgt okkur síðustu vikur og mánuði. Það MUN verða svoleiðis!! Ástarkveðjur, trú og kærleikur af spítalanum frá okkur, til ykkar allra. Heyrumst með nýjar fréttir í kvöld eða á morgun.“

Fanney  greindist með krabbamein 32 ára gömul og komin 20 vikur á leið með annað barn sitt. Greiningin var henni og Ragnari manni hennar eðlilega mikið áfall. Hún reyndist vera með æxli á stærð við handbolta og telja læknar að það hafi byrjað að myndast fyrir 8-12 árum síðan.

Þá tók við erfið ákvörðun hjá parinu. Ættu þau að fara í fóstureyðingu og hefja krabbameinsmeðferð strax, eða bíða þar til drengurinn þeirra væri fæddur? Þau völdu síðari kostinn og eftir að heilbrigður drengur var kominn í heiminn hóf Fanney geislameðferð.

Það voru ánægjulegar fréttir þegar læknar tilkynntu þeim að æxlið hefði minnkað um 80-90 prósent. En gleðin stóð ekki lengi þegar á daginn kom að krabbameinið hefði dreift sér. Krabbameinið er á fjórða stigi sem er flokkað sem síðasta stigið Fanney deildi sögu sinni með landsmönnum í Íslandi í dag nýverið og hefur fengið stuðning úr öllum áttum. Meðal annars bauð áhrifavaldurinn Ragnar Bergmann upp Liverpool skjöld og gaf allan ágóða til Fanneyjar.

Samkvæmt Facebook-síðu Ragnars er frétta að vænta á næstunni þegar Fanney er kominn úr aðgerð og binda þau vonir við að fréttirnar verði góðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.