fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Ljótar samsæriskenningar um nýfætt barn Meghan og Harry – „Konunglegur fæðingarskandall“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 10:00

Harry og Meghan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle og Harry, hertogahjónin af Sussex, eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni, heilbrigðan snáða. Netþursar vilja samt sem áður ekki sleppa samsæriskenningum um barnið þó það sé fætt, en síðan Meghan og Harry tilkynntu um óléttuna í október á síðasta ári hafa þursarnir sakað Meghan um að ganga með gervibumbu til að fela þá staðreynd að hjónin nýttu sér staðgöngumóður til að eignast frumburðinn.

Nú ganga ýmsar samsæriskenningar á internetinu undir kassamerkinu #Megxit, með vísan í að málið sé jafn alvarlegt og Brexit.

Þessi kona telur að koma barnsins sé sett á svið með þeim rökum að kona sem gengur fram yfir settan dag geti ekki mögulega átt barn sem er aðeins rétt rúm þrjú kíló.

Þá finnst mörgum skringilegt að ekki sé búið að gefa út hvar nákvæmlega barnið fæddist, hvort það hafi verið á Frogmore-sveitasetrinu, heimili Meghan og Harry, eða á einkareknu sjúkrahúsi:

Margir hafa rifið fæðingartilkynninguna fyrir utan Buckingham-höll í sig, þó ekki í bókstaflegri merkingu, og telja grunsamlegt að undirskrift heilbrigðisstarfsfólks vantar:

Þá eru fjölmargir þursar sem saka Meghan hreint og beint um lygar:

Fyrst var haldið að drengurinn, sem enn hefur ekki fengið nafn, hafi fæðst á Frogmore-sveitasetrinu, en samkvæmt Daily Mail var Meghan flutt á sjúkrahús í London af Harry og öryggisteymi þeirra. Flutningurinn var víst svo leynilegur að aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar vissu ekki af honum. Þetta eru hins vegar óstaðfestar fréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.