fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Stjörnur sem hafa opnað sig um þunglyndi: „Mér leið eins og ég væri einskis virði“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir engu máli hversu efnaður, frægur eða fallegur þú ert, það getur hver sem er glímt við þunglyndi og er mikilvægt að tala um það. Hér eru tíu frægir einstaklingar sem hafa glímt við þunglyndi og opnað sig um það. Women’s Health Magazine tók saman.

Kristen Bell

„Fyrir mig er þunglyndi ekki dapurleiki. Það er ekki að eiga slæman dag og þurfa knús. Mér leið eins og ég væri alveg einangruð og einmanna,“ skrifaði Kristen Bell í Time í maí 2016. Hún ákvað að hjálpa öðrum með því að opna sig um baráttu sína við þunglyndi.

„Magnleysið var algjört. Það slökkti alveg á mér. Mér leið eins og ég væri einskis virði, eins og ég hefði ekkert að bjóða, eins og ég væri misheppnuð. Nú, eftir að hafa leitað mér hjálpar þá get ég séð að þessar hugsanir, auðvitað, gætu ekki verið rangari.“

Ellen DeGeneres

„Þunglyndi étur upp sjálfsöryggi þitt, og þú týnist í því, og þú gleymir að þú ert nóg eins og þú ert,“ sagði Ellen við USA Today í desember 2018.

Cara Delevingne

Fyrirsætan og leikkonan sagði við The Guardian í september 2017 að verða fræg fyrirsæta hafði ekki látið þunglyndi hennar hverfa.

„Margir vinir mínir segja: „Hvernig getur þér liðið svona“ og „en þú ert svo heppin.“ Og ég var sagði: „Ég veit, treystu mér, ég veit. Ég veit ég er heppnasta stúlka í heimi, ég skil alla þessa hluti og ég vildi óska þess að ég kynni að meta það. En það er eitthvað myrkt inn í mér sem ég virðist ekki geta losnað við,“ sagði Cara.

Anne Hathaway

„Mér líkaði svo svakalega illa við mig sjálfa. Þetta var bara hugarfar. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að elska mig sjálfa. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að elska einhvern,“ sagði hún við ABC News í apríl 2017 um þegar hún glímdi við þunglyndi sem unglingur.

Sarah Silverman

„Þunglyndið sem ég glímdi við var eins og efnabreyting,“ sagði Sarah Silverman um unglingsárin í viðtali við NPR í október 2015. „Það var eins og sýn mín á heiminn breyttist um þrjár gráður og allt sem ég sá var öðruvísi.“

Angelina Jolie

„Ég var alin upp á stað þar sem ef þú ert frægur og átt peninga og lítur ágætlega út og getur unnið í þessum iðnaði, þá áttu allt í heiminum,“ sagði Angelina við Wall Street Journal í nóvember 2015 um þunglyndið sem hún glímdi við þegar hún var yngri.

„Síðan öðlastu þessa hluti og áttar þig á að þú gætir ekki verið tómari. Ég vissi ekki hvert ég átti að setja mig sjálfa.“

Selena Gomez

„Þunglyndi var stanslaust í lífi mínu í fimm ár. Ég held að áður en ég varð 26 ára var skrýtinn tími í lífi mínu þar sem ég held ég hafi verið á einskonar sjálfstýringu í um fimm ár. Einhvern veginn að fara bara í gegnum lífið og finna út hver ég væri og bara gera það besta sem ég gat, hægt og rólega en ég gerði það,“ sagði söngkonan á Instagram í október 2018.

Taraji P. Henson

„Ég tala við einhvern reglulega. Það þarf að vera reglulegt og það er það sem ég hef lært. Ef það verður pirrandi því þú ert að bíða eftir að þeir lagi þig, en það er ekki svona einfalt,“ sagði Taraji um hvernig hún ræður við þunglyndið í viðtali við Variety í apríl 2019.

„Ég þurfti að fara í gegnum nokkra sálfræðinga sem mér leið vel að tala við eða fannst eins og ég væri að fara áfram og ná árangri með, og það tekur tíma. Ég man að fyrst þegar ég fór þá var ég reið því ég var alveg, „hún sagði mér ekkert! Hún sagði ekki neitt!“ Þú átt ekki eftir að átta þig á þessu í einni setu.“

Beyoncé

„Ég borðaði ekki. Ég lokaði mig inni í herbergi. Ég var á virkilega slæmum stað í lífi mínu þegar ég fór í gegnum þetta einmannalega tímabil: „Hver er ég? Hverjir eru vinir mínir?“ Lífið mitt breyttist,“ sagði söngkonan í viðtali við CBS News í desember 2006 um erfiðleikana sem hún gekk í gegnum eftir að Destiny‘s Childs hætti.

Carrie Brownstein

„Stundum líður mér eins og þetta sé lífslöng barátta. Ég reyni að einangra mig ekki eins mikið. Þetta er virkilega erfitt. Fólk er svo viðkvæmt, þér líður svo holóttum stundum. Það er þessi deyfð sem kemur stundum yfir og það er erfitt að komast úr rúminu,“ sagði Carrie í viðtali í október 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.