fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Sefurðu með andlitið ofan í myglu?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 36 ára Stewart Armstrong hélt að hann væri kominn með slæma flensu þegar hann fékk hita, hroll og svima ofan í allt saman. Tveimur vikum síðar var ástandið lítið betra og ákvað Stewart að fara að ráðleggingum kærustu sinnar, Janine, og fara til læknis.

Hóstaði upp blóði

Læknirinn reyndi hvað hann gat að finna orsakir veikindanna, en skoðun leiddi ekkert óeðlilegt í ljós og heldur ekki blóðprufan sem hann fór í. Daginn eftir læknisheimsóknina versnaði ástand Stewarts. Hann fór að hósta upp blóði.

Síðar, raunar nokkrum mánuðum, kom á daginn að Stewart var haldinn því sem kallað er aspergillosis, eða myglusveppasýkingu í lungunum. Myglusveppasýking (e. Aspergillosis) er einskonar regnhlífarheiti yfir ástand sem orsakast af algengri tegund myglu, Aspergillus fumigatus. Myglan gefur frá sér örsmáar og mjög léttar agnir, gró, sem berast auðveldlega í lofti og geta valdið sýkingum berast þær í lungun.

Í rannsókn frá árinu 2005 kom fram að venjulegir koddar væru gróðrarstía fyrir myglu.
Rykmaurar Í rannsókn frá árinu 2005 kom fram að venjulegir koddar væru gróðrarstía fyrir myglu.

Finnst í koddum

Vefútgáfa breska blaðsins Daily Mail, Mail Online, fjallaði um þessa tegund myglu á vef sínum. Þar kemur fram að þessi tegund myglu finnist allt í kringum okkur, bæði innandyra og utandyra. Hún þrífst best í hlýju og þurru lofti. Í könnun sem framkvæmd var árið 2005 við University of Manchester kom fram að myglan fyndist meðal annars í koddum sem við sofum með. Myglan getur vaxið á koddum og þrífst að hluta á úrgangi frá rykmaurum.

Þrálátur hósti og þreyta

Myglan getur gert fólki lífið leitt og meðal annars valdið ofnæmisviðbrögðum á borð við hósta en getur einnig valdið alvarlegri og langvinnum veikindum í lungum eins og Stewart greindist með. Þeir sem þjást af þessum veikindum fá þrálátan hósta en einnig þreytu og þá getur þyngdartap gert vart við sig. Ef ekkert er að gert geta veikindin valdið varanlegum og jafnvel banvænum skemmdum á lungunum. Það er einmitt það sem gerðist í tilfelli Stewarts.

Viðkvæmir í áhættuhópi

Í umfjöllun Mail Online segir Stewart að hann hafi verið að rífa niður loft heima hjá sér fyrir nokkrum árum. Hann telur að þá hafi hann komist í tæru við mygluna. Sérfræðingar hafa þó sagt honum að ómögulegt sé að segja til með fullri vissu hvað olli því að hann fékk svo alvarlega sýkingu.

Hafa ber í huga að þó myglan sé allt í kringum okkur sér ónæmiskerfið í okkur um að drepa þau gró sem við öndum að okkur. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir, til dæmis með lungnasjúkdóma á borð við astma, eru þó viðkvæmari fyrir. Stewart greindist einmitt með sarklíki, langvinnan lungnasjúkdóm, nokkrum árum áður og því var hann í ákveðnum áhættuhópi. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að tiltöluleg fá tilfelli greinast á ári, eða um 700 í Bretlandi, en að sögn sérfræðinga gæti talan verið um tíu sinnum hærri.

Myglubolti sat fastur í lungunum

Stewart gekkst undir langa og stranga meðferð á sjúkrahúsi í heimaborg sinni Manchester og komu læknar auga á stóran myglubolta sem sat fastur í lungum hans. Hann sagði að ef að sýklalyfjameðferð myndi ekki bera árangur gæti hann átt von á því að lifa í 12-18 mánuði til viðbótar. Staðan í dag er þannig að mygluboltinn situr enn fastur í lungum hans og vegna staðsetningar hans er ekki hægt að fjarlægja hann með skurðaðgerð. Hann mun því að líkindum þurfa að vera undir ströngu eftirliti lækna það sem eftir er.

Dulið vandamál

Í umfjöllun Mail Online er rætt við David Denning, sérfræðing í sjúkdómum sem tengjast myglu, og segir hann að sambland erfða, undirliggjandi sjúkdóma og nálægð við myglu eigi sinn þátt í því að fólk greinist með myglusveppasýkingu. Hægt er að greina sýkinguna með blóðprufu en prófa þarf sérstaklega fyrir þessari tegund sýkingar. Að sögn Dennings er um falið vandamál að ræða því dæmi séu um sjúklinga sem þjást af myglusveppasýkingu sem hafa farið í hefðbundna blóðprufu sem greinir ekki sjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.