fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Hörpu var nauðgað af manni sem hún hélt að væri vinur sinn: „Ég var ekki fyrsta fórnarlambið“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 10:52

Harpa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa Dögg Grímsdóttir var fimmtán ára þegar henni var nauðgað af manni sem hún hélt að væri vinur sinn. Maðurinn var nítján ára þegar að nauðgunin átti sér stað og var hann tengdur inn í skemmtanaiðnaðinn. Harpa Dögg sagði sögu sína í Íslandi í dag í gærkvöldi, en málið er nú á borði lögreglunnar.

„Ég var fimmtán ára, að læra undir stærðfræðipróf heima hjá mér þegar ég fæ skilaboð um það að vinur minn væri kominn í minn heimabæ. Hann býr ekki þar. Ég ákvað að hundsa þetta, ég var bara að læra undir mitt stærðfræðipróf og einbeita mér. Ég fæ svo skilaboð um hvort ég gæti hitt hann því hann þyrfti að tala við mig. Honum liði ekki nógu vel. Ég sagði bara ekkert mál,“ segir Harpa Dögg, en í kjölfarið kom maðurinn heim til hennar.

„Við spjölluðum þarna og ég var að bíða eftir að hann myndi koma sér að efninu. Þetta var allt svona tilgangslaust spjall. Svo byrjar hann að fara inn á mig,“ segir Harpa Dögg og brotnar niður, getur vart talað fyrir tárum þegar að hún rifjar upp þessa örlagaríku stund.

„Ég spurði hvað hann væri að gera. Þá fæ ég bara svona glott. Þá bara frýs ég. Ég gat ekkert gert. Svo byrjar hann að klæða mig úr og ég gat ekki ýtt í burtu. Ég gat ekki gert neitt. Svo bara fannst mér eins og ég hefði farið út úr líkamanum einhvern veginn. Svo bara þvingaði hann sér inn í mig og svo einhvern veginn var þetta búið. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst. Hann var svo lengi að koma sér út. Ég var alltaf að reyna að fá hann til að fara.“

Kenndi sjálfri sér um

Harpa Dögg mætti í skólann daginn eftir og segir að allir krakkarnir hafi vitað að maðurinn var heima hjá henni. Sögusagnir um samband þeirra fóru á kreik, sem gerði þessa sáru minningu enn erfiðari.

„Ég vissi ekki hvernig þau vissu það. Þau héldu öll að hann hefði verið þar með mínu samþykki. Svo bara spilaði ég með því ég vissi ekki að þetta væri rangt,“ segir Harpa Dögg og kenndi sjálfri sér um nauðgunina.

Atvikið átti sér stað um miðjan desember fyrir þremur árum og eftir áramót leið Hörpu Dögg enn hræðilega eftir árásina.

„Ég var ekkert búin að sofa þannig séð. Ef ég sofnaði eitthvað vaknaði ég alltaf upp eins og ég næði ekki andanum,“ segir hún. Einn daginn ákvað hún að segja kennaranum sínum frá nauðguninni.

„Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara grét og ég grét og ég grét,“ segir hún um fundinn með kennaranum. Kennarinn sagði Hörpu Dögg að hún þyrfti að segja foreldrum sínum frá og sannfærði hana um að þeir myndu ekki skamma hana, sem varð svo raunin þegar hún sagði þeim frá. En Harpa Dögg hélt áfram að eiga erfitt með svefn og fá martraðir. Hún vildi leita til sálfræðings, en til þess að fá tíma þyrfti hún að kæra verknaðinn. Í fyrstu hugnaðist henni ekki að leita til lögreglu.

„Þá fór ég í baklás því ég vildi það ekki af því að það truflaði mig svo að einhver annar myndi vita,“ segir hún og samviskubitið þjakaði hana. „Svona hlutir gerast ekki fyrir stelpu sem er góð. Ég hlýt að hafa gert eitthvað rangt til að verðskulda þetta.“

Ekki sú fyrsta

Loks ákvað Harpa Dögg að kæra og er enn að bíða eftir niðurstöðu. Hún hvetur aðra til að kæra nauðgun, en getur ekki nafngreint sinn geranda á meðan málið er enn óleyst. Henni finnst það miður því hún vill vara aðrar konur við.

„Ég var ekki fyrsta fórnarlambið hans, það var bara ekki búið að leggja fram kæru,“ segir hún, uppfull af reiði í garð geranda síns. „Hann er enn þá að lifa sínu lífi í dag eins og ekkert hafi gerst.“

Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.