fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Synir Silju misstu föður sinn skyndilega: „Þeir skilja misjafnlega dauðann og lífið“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 09:30

Silja Úlfarsdóttir. Mynd: Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu föður sinn fyrir þremur árum, segir að það þurfi að hlúa betur að börnum og foreldrum í svona aðstæðum.

„Hreinskilnislega er það hræðileg staða,“ segir Silja í viðtali á Stöð 2 um hvernig það er að syrgja barnsföður sinn á sama tíma og halda utan um tvo syni sem syrgja föður sinn.

Synir Silju voru 4 og 6 ára þegar faðir þeirra skyndilega lést.

„Það er erfitt að syrgja einhvern […] Þeir skilja misjafnlega dauðann og lífið. Öll orkan mín og allt púðrið fór bara að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann að ég setti mig á hilluna. Það var ekki pláss og tími fyrir mig. Það var ekki fyrr en þremur mánuðum seinna að ég „hrundi,“ eins og við segjum oft. Þá voru þeir komnir á ágætis ról og ég hafði smá tíma í að pæla í minni sorg,“ segir Silja.

Silja segir að það sé veruleg þörf á aðstoð fyrir foreldra og börn í þessum aðstæðum. Hún segir að skólar drengjanna hafi komið sterkir inn að aðstoða þau en annars hafi þau þurft að leitast sjálf eftir frekari aðstoð.

„Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónshjartasamtökunum og var voðalega glöð þegar ég komst í þann félagsskap því jafningafræðslan skiptir í raun og veru mestu máli.“ segir Silja.

„En það er í raun og veru ekkert sem grípur fólk í okkar stöðu sem er agalegt.“

Silja segir að hagur barnanna sé mikilvægastur í þessum aðstæðum.

„Það er bara í öllu svona að allt á að snúast um vegferð barnanna og hag barnanna og hvað er þeim fyrir bestu. Þau sem vita það eru auðvitað eftirlifandi foreldrar. Þá þarf að huga vel að þeim einnig.“

Þegar Silja fékk áfallahjálp sagði Vigfús Bjarni við hana: „Ef mamma er í lagi þá eru börnin í lagi. Og þetta er búin að vera mín mantra,“ segir Silja í viðtali á Stöð 2.

Fjögur minni sorgarfélög á Íslandi eru nú að taka saman höndum að sögn Silju og eru að búa til sorgarmiðstöð. „Við erum að safna pening fyrir þessu verkefni sem fer á laggirnar í lok sumars. Þá er það í raun og veru eitthvað sem getur vonandi aðstoðað ríkið að grípa fólkið í þessum aðstæðum því vissulega þarftu aðstoð.“

Í dag eru Silja og drengirnir að læra að njóta lífsins.

„Lífið heldur áfram og okkur gengur mjög vel miðað við aðstæður. Við erum mikið að vinna í hlutunum og við verðum að læra að njóta lífsins eins og það er,“ segir Silja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala