fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Sonur Sigrúnar fluttur með sjúkraflugi: Erfitt að vera með opna samfélagsmiðla á svona stundum – „Ég fann að það jók á hræðsluna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sigurpáls, samfélagsmiðlastjarna og fjögurra barna móðir, deildi því með fylgjendum sínum fyrir nokkrum dögum að flytja þurfti son hennar, Kristófer Kára Steinþórsson, með sjúkraflugi til Akureyrar. Sigrún og fjölskylda hennar búa á Egilsstöðum.

Sigrún segir í samtali við DV að það getur verið erfitt að vera með opna samfélagsmiðla í svona aðstæðum en hún fékk slæmar reynslusögur sendar sem sumar enduðu með dauða. „Ekki eitthvað sem maður þarf á að halda þegar maður er að reyna að standa sterkur við hliðina á veiku barninu sínu,“ segir Sigrún og ræðir það nánar neðst í greininni.

Sjá einnig: Sigrún Sigurpáls gefur í á samfélagsmiðlum: Hefur misst 12 kíló með engum öfgum

Kristófer er þriggja og hálfs árs. Hann hafði verið með smá hósta í páskafríinu en að sögn Sigrúnar var hann hvorki lasinn né ólíkur sjálfum sér. Þegar Sigrún sótti Kristófer á leikskólann þriðjudag eftir páskafrí var hann með mikinn hósta og var óvenju slappur, en með engan hita.

„Eftir að við komum heim var hann með rosalegan hósta og kastaði upp í hóstakasti. Nóttin var mjög erfið fyrir hann þar sem hann gat lítið sofið og kastaði aftur upp af hóstanum,“ segir Sigrún.

Daginn eftir var Sigrún heima með Kristófer en enn mældist enginn heiti. „Hann hefur fengið barkabólgur en því fylgir hiti. Þetta var eitthvað öðruvísi,“ segir Sigrún.

„Eftir því sem leið á morguninn heyrði ég að öndunin hjá honum þyngdist. Hann var greinilega farinn að nota alla auka vöðva til að ná andanum.“

Í sjúkrabílnum. Mynd: Sigrún Sigurpáls

Sigrún fékk tíma á heilsugæslunni seinna um daginn.

„Hann vildi ganga sjálfur inn úr bílnum á heilsugæsluna og það flautaði í honum í hverjum andadrætti. Hann var farinn að stynja til að ná andanum og var orðinn frekar slappur,“ segir Sigrún.

Það sem olli mestri áhyggjum á þessum tímapunkti var súrefnismettun Kristófers. Eftir þrjá lyfjaskammta var mettunin enn að lækka frekar en að hækka. „Hann var orðinn háður súrefni til að halda mettuninni uppi og klukkan var orðin rúmlega 18:00, þannig það var ljóst að hann þurfti nánara eftirlit og ákveðið var að flytja hann norður.“

Þau voru flutt með sjúkraflugi til Akureyrar. Mynd: Sigrún Sigurpáls

Þegar komið var á Akureyri var Kristófer settur í einangrun vegna gruns að um veirusýkingu væri að ræða. Ekkert kom í ljós í lungnamyndatöku nema þykknun í berkjunum sem læknar höfðu ekki áhyggjur af.

„Hann hækkaði ekkert í mettun fyrr en loksins á föstudeginum. Við fengum þá að fara heim en hann þarf sterapúst áfram,“ segir Sigrún, en ekki er vitað með fullvissu hvað hrjáði Kristófer.

„Þau svör sem ég fékk voru að hann hafði líklegast fengið veirusýkingu sem hefði lagst á öndunarfærin,“ segir Sigrún.

Mynd: Sigrún Sigurpáls

Kristófer var hress um helgina en rauk upp í hita í gærkvöldi og hóstaði mikið. Sigrún segir að hann hefur verið alveg ótrúlegur í öllu ferlinu.

„Hann var reyndar í algjöru móki þegar við vorum flutt norður en hann talar eingöngu í góðu um þessa reynslu og stendur sig ótrúlega vel. En það er líka svo mikilvægt að ræða um þetta við hann og útskýra af hverju hann þarf púst og af hverju við erum heima en ekki í leikskólanum, og af hverju við þurftum að fara í flugvélina og allt það,“ segir Sigrún.

Mynd: Sigrún Sigurpáls

 

Svona reynsla getur verið mjög erfið fyrir foreldrahjartað. Við spurðum Sigrúnu hvernig henni hafi liðið og hvort hún hafi verið hrædd.

„Jú ég var hrædd. En ég leyfði mér bara ekkert að hugsa um það akkúrat á meðan á þessu öllu stóð. Það var ekki fyrr en við útskrifuðumst að ég var alveg búin á því og svaf alla leiðina til Egilsstaða,“ segir Sigrún.

„Ég sef aldrei í bíl en þarna kom bara spennufall. En það sem mér fannst mjög erfitt líka er að þar sem ég er með opna miðla og leyfi fólki að fylgjast með okkar lífi fær maður allskonar skilaboð og þegar Kristófer var sofnaður þarna um kvöldið eftir að við komum norður fór ég að renna í gegnum nokkur skilaboð og sá það fljótt að í svona aðstæðum hika sumir ekki við að senda manni reynslusögur og bara slæmar reynslusögur, jafnvel sem enduðu með dauða. Og það er ekki eitthvað sem maður þarf á að halda þegar maður er að reyna að standa sterkur við hliðina á veiku barni sínu og ég fann að það jók á hræðsluna, svo ég tók ákvörðun um að opna engin skilaboð fyrr en við værum komin í gegnum þetta.“

Aðspurð hvort hún hafi einhver skilaboð sem hún vill miðla áfram til annara foreldra segir hún:

„Mitt mottó þegar kemur að börnunum og veikindum er að fara einni ferð of mikið til læknis en einni ferð of lítið.“

Hægt er að fylgjast með Sigrúnu á Instagram og Snapchat, @sigrunsigurpals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.