fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Góðar venjur gáfaða fólksins

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvers vegna eru sumir greindari en aðrir? Á síðustu árum hafa heilasérfræðingar öðlast mikla þekkingu á hvernig heilinn vinnur við að leysa tiltekin verkefni, en þeir vita samt ekki í raun hvað greind er.

Þó er vitað hvaða eiginleika greindir einstaklingar hafa hvað varðar ákveðna þætti greindar. Þessir eiginleikar eru mældir í greindarprófum og út frá þeim reiknuð svokölluð greindarvísitala.

Vísindamenn vita meira um hvaða venjur gera okkur kleift að auka við gáfur okkar. Barn sem frá fæðingu hefur erfðafræðilegar forsendur til að öðlast háa greind gæti nýtt sér þann erfðafræðilega ávinning þegar það verður fyrir örvun.

Það geta fullorðnir einstaklingar líka gert og stundað heilaleikfimi með ýmsum hætti.

Lestur er máttugt tæki

Lestur er máttugur þegar kemur að því að styrkja gáfur. En með því að lesa í 15 mínútur á dag kemst einstaklingur í tæri við milljón orð á ári.

Lestrarhestar auka málkunnáttu sína, eru betri í að forma hugsanir sínar en þeir sem lesa minna, hafa betri hæfileika til að leysa vandamál, eru einbeittari og færari í ritun og með betra minni.

Greindir klára verkefnin sín

Þeir sem klára markmið sín eru einnig taldir með meiri gáfur en aðrir. Þrautseigja er reyndar mikilvægur eiginleiki þeirra greindu. Thomas Edison gerði meira en eitt þúsund tilraunir áður en honum tókst að smíða ljósaperu sem virkaði og Bill Gates, sem talinn er hafa snilligáfu, mistókst ítrekað í upphafi ferils síns en lét það ekki á sig fá.

Þrautseigja og markmiðasækni er nokkuð sem venjulegt fólk getur tileinkað sér með því að skrifa niður markmið sín og deila þeim með öðrum. Rannsóknir sýna að slíkar venjur auka líkur á því að fólk uppfylli markmið sín.

Kvíði – drykkja og vökunætur

Fróðleiksfýsn og sterkur vilji skipta einnig töluverðu máli, margir greindustu einstaklingar sögunnar hafa haft þessa eiginleika til að bera. Margt kemur þó á óvart þegar kemur að rannsóknum á gáfuðu fólki. Fólk með háa greindarvísitölu er kvíðnara en annað fólk að jafnaði, fer seinna að sofa og er drykkfelldara.

Konur gleymast

Konur hafa ekki verið áberandi í upptalningu hvað gáfað fólk snertir en eru þó fjölmargar taldar með mun hærri greind en nafntoguðustu snillingar. Í um það bil hundrað ára sögu greindarprófa eru fleiri karlar mældir með hærri greindarvísitölu. En í dag er þessu öfugt farið – hvort tveggja viðmið og skilgreiningar hafa breyst. Þá hafa bæði greindarvísitölur karla og kvenna hækkað á síðustu árum. James Flynn, sérfræðingur á sviði greindarprófa, telur það orsakast af nútímalífsstíl og flóknari heimi sem mannsheilinn hefur aðlagast.

Merkar konur með himinháa greind

Ein þeirra kvenna sem gleymst hafa í upptalningu á snillingum fortíðar er heimspekingurinn Hypatia, sem stýrði bókasafninu í Alexandríu. Hún er af sérfróðum talin hafa verið með greindarvísitölu upp á 190– 210. Hún var með fjölhæfa greind og faðir hennar lagði að henni að þjálfa bæði líkama og sál. Þannig var hún með góða tónlistargáfu, afburðasundkona, stundaði reiðmennsku og róður af miklu kappi. Hún sérhæfði sig í stærðfræði, stjörnufræði og heimspeki. Hún er af mörgum talin hafa uppgötvað sólmiðjukenninguna þúsund árum áður en Johannes Kepler setti fram lögmál sitt árið 1609. Marie Curie hefur löngum verið talin ein gáfaðasta kona sögunnar og Emilie Chatelet sömuleiðis, þá raða sér á listann viljasterkar konur á borð við Ayn Rand og Margaret Thatcher, fróðleiksfúsar konur á borð við Ödu Lovelace og menningarvitar á borð við Elísabetu I Englandsdrottningu og George Eliot (Mary Ann Evans).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.