fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Játningar brúðarmeyja sem vissu að hjónabandið væri dauðadæmt

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 20. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera brúðarmey í brúðkaupi vinkonu þinnar getur verið ótrúlega gaman. Þú gætir orðið vitni að einstökum viðburði þegar tveir ástfangnir einstaklingar ganga í hjónaband eða þú getur orðið vitni að hörmung sem hefði aldrei átt að eiga sér stað. Cosmopolitan fékk nokkrar brúðarmeyjar til að segja frá vandræðalega augnablikinu sem þær áttuðu sig á því að hjónaband vinoknu sinnar væri dauðadæmt.

„Ég hef aldrei farið í vandræðalegra brúðkaup“

„Þetta var svo augljóst. Þau rifust kvöldið sem þau trúlofuðust. Hún sendi öðrum gaur skilaboð allan tíman á meðan gæsapartýinu stóð og við vissum að þetta var ekki unnustinn hennar. Verst var samt brúðkaupið þeirra. Hann var svo ástfanginn, hann horfði í augun hennar á meðan hún gekk niður kirkjugólfið, en þú gast séð hversu illa honum leið. Það var því að hún horfði aldrei á hann. Ekki á meðan þau dönsuðu né yfir matnum og meira segja þegar fólk skellti saman glösum til að fá þau til að kyssast varð hún pirruð og neitaði að kyssa hann. Ég hef aldrei farið í vandræðalegra brúðkaup. Ég vildi óska þess að einhver hefði stoppað hana.“
–Sally, 29 ára.

„Hann svaf hjá hvaða konu sem var til“

„Við reyndum allar að vara hana við en hún neitaði að hlusta. Hann svaf hjá hvaða konu sem var til. Ég skipulagði brúðkaupið þeirra og er elsta vinkona hennar. Brúðguminn reyndi að fá mig til að sofa hjá sér viku fyrir brúðkaupið!“
–Tiffany, 30 ára.

Eyddu aldrei tíma saman

„Ég vissi að hjónabandið var dauðadæmt frá upphafi. Sem par þá eyddu þau aldrei neinum tíma saman. Brúðurin var alltaf á djamminu með einhleypu vinkonum sínum að reyna við aðra gaura. Nóttina fyrir brúðkaupið vorum við allar að sinna erindum og hún bað mig um að koma við á einhverju bílastæði til að sækja hleðslutæki sem hún hafði skilið eftir heima hjá öðrum manni! Ég sagði aldrei neitt við eiginmanninn hennar, mér fannst það ekki koma mér við og hann myndi að lokum finna út úr þessu. Hann gerði það loksins. Eftir nokkur ár gift og komin með barn labbaði hann inn á hana vera á Skype með einhverjum gaur með brjóstin ber.“
–Rae, 31 árs.

Fyrrverandi dó

„Ég var brúðarmey í brúðkaupi bestu vinkonu minnar. Þau voru saman í þrjú ár og voru trúlofuð þegar þau hættu saman. Hún byrjaði eiginlega strax með öðrum manni sem hafði alla „kostina“ sem hún var að leita að. Eftir um sex mánuði fluttu þau inn saman og trúlofuðust. Sjö mánuðum fyrir brúðkaupið þá dó fyrrverandi, hún varð miður sín. Hún byrjaði að ganga með trúlofunarhringinn frá fyrrverandi og brúðkaupið endaði með að vera alveg eins og hún hafði planað með þeim fyrsta. Eina sem breyttist var brúðguminn. Við reyndum að vara hana við að fresta brúðkaupinu til að ná að syrgja almennilega en hún vildi ekki gera það. Þegar þau voru búin að vera gift í níu mánuði sagði hún mér að hún vildi skilja og þau gerðu það um það bil ári seinna.“
–Stephanie, 25 ára.

Furðulegt brúðkaup

„Ég var brúðarmey hjá systur fyrrverandi kærastans míns. Það var skelfilegt en þau litu enn á mig sem fjölskyldumeðlim svo ég samþykkti það. Þegar við vorum að gera okkur tilbúin fyrir athöfnina var hún í svona brúðarnærfötum áður en hún fór í kjólinn og var að taka kynþokkafullar sjálfsmyndir af sér. Svo var ég beðin um að halda á símanum hennar og sá að hún hafði sent öðrum manni myndirnar, einhverjum sem hún var einu sinni með. Ég sagði annarri brúðarmey frá þessu og saman reyndum við að tala við hana og spyrja hana hvort hún vildi virkilega gifta sig. Hún sagðist vilja það og gerði það. Brúðkaupið var svo furðulegt. Þau skildu ári seinna.“
–Calli, 26 ára

Héldu bæði framhjá

„Í æfingarmáltíðinni kvöldið fyrir brúðkaupið þá henti brúðurin trúlofunarhringnum í andlit brúðgumans og hljóp út. Þau voru bæði búin að vera að halda framhjá hvort öðru. Við gerðum veðmál um hversu lengi hjónabandið myndi endast. Það dugði í eitt ár en það er aðeins vegna þess að hún varð ófrísk í brúðkaupsferðinni.“
–Julie, 22 ára.

Ófyrirsjáanleg atvik

„Ég var brúðarmey fyrir æskuvinkonu mína sem hafði verið með unnustanum sínum síðan í grunnskóla, svo allt sem gerðist kom á óvart. Um morguninn á brúðkaupsdeginum dró hún mig eina inn í herbergi og sagðist vera ástfangin af mér og alltaf verið það, en hún vissi ekki hvað hún átti að gera því brúðkaupið var svo stórt og dýrt og hún vildi ekki aflýsa því. Ég sver, kjálkinn minn var bókstaflega kominn niður í gólf. Ég var sjálf trúlofuð á þeim tíma svo ég reyndi að róa hana niður og segja henni að allt myndi vera í lagi. Brúðkaupið hélt áfram eins og planað var. Þau voru gift í tvö ár þangað til eiginmaðurinn hennar kom út úr skápnum og er núna í sambandi með einum af brúðgumasveinum sínum!“
–Harlowe, 26 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.