fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Átta merki um að þú sért í sterku sambandi – Jafnvel þó þú efist um það

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 20. apríl 2019 10:00

Mikilvæg lesning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gömul tugga að halda því fram að sambönd séu erfið eða kosti mikla vinnu og fórnfýsi. Auðvitað þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum til að eiga í góðu sambandi, hvort sem það er vinasamband eða ástarsamband, en þýðir það endilega að sambandið sé erfitt? Ætli það sé ekki spurning um viðhorf.

Independent birti nýlega lista sem byggir á rannsóknum sálfræðinga og annarra sérfræðinga en þar er að finna átta merki um að þú sért í sterku og góðu sambandi – jafnvel þó þú trúir því ekki alltaf. Hafið þó í huga að sambandið þarf ekki að uppfylla neitt af þessum skilyrðum til að standa á sterkum grunni. Þessi atriði gætu hins vegar verið góð leið til að byrja að vega og meta hafir þú einhverjar efasemdir.

Þið hugsið til hvors annars þegar þið eruð ekki saman

Rannsóknir benda til þess að þeir sem hugsa um maka sinn þegar hann er ekki á staðnum séu hamingjusamari í sambandinu og upplifa sterkari ástartilfinningu.

Þið bregðist vel við þegar annað ykkar fær góðar fréttir

Hvernig maður bregst við þegar maki eða lífsförunautur fær jákvæðar fréttir segir mikið um sambandið. Að bregðast vel við og samgleðjast þegar annar aðilinn fær góðar fréttir er merki um sterkt samband.

„Frábært, ég vissi að þú gætir þetta,“ er dæmi um góð og uppbyggjandi viðbrögð.
„Gott að heyra,“ er dæmi um hlutlausari en þó uppbyggileg viðbrögð.
„Þarftu þá að vinna meira? Ertu viss um að þú getir höndlað þetta?“ er dæmi um meinleg viðbrögð.
„Í alvöru? En þú trúir því ekki hvað kom fyrir mig í dag!“ er dæmi um meinleg en þó hlutlausari viðbrögð.

Það kemur ef til vill ekki á óvart, en þeir sem fá góð og uppbyggileg viðbrögð eru almennt hamingjusamari í sambandinu.

Þið eyðið tíma sitt í hvoru lagi

Sérfræðingar segja að við gerum sífellt meiri kröfur til maka okkar; ekki nóg með að hann þurfi að deila með okkur fjárhagnum, vera okkur til halds og trausts og veita okkur félagsskap, heldur viljum við líka að hann uppfylli okkar persónulegu þarfir.

Til að vera hamingjusamur í sambandi er mikilvægt að reiða sig ekki á að maki þinn sé uppspretta allrar þinnar hamingju eða ábyrgur fyrir líðan þinni hverju sinni. Það er allt í lagi að eiga vini og sinna vinnu eða áhugamálum sitt í hvoru lagi.

Þið hafið svipaðan húmor

Oft er sagt að hláturinn lengi lífið en það má líka segja að hann styrki sambandið. Einkahúmor, gælunöfn og almennt grín og gleði eru merki um hamingju í ástarsambandi.

Þið deilið húsverkunum ykkar á milli

Yfir sextíu prósent fólks í föstu sambandi fullyrðir að mikilvægt sé að húsverkunum sé skipt jafnt á milli aðila í sambandinu. Þrátt fyrir ýmsar rótgrónar staðalímyndir var enginn munur á svörum karla og kvenna við þessari spurningu.

Þið prófið nýjungar saman

Pör sem prófa nýja og spennandi hluti saman eru almennt ánægðari í sambandinu samkvæmt rannsóknum. Sérfræðingar segja slíka afþreyingu ekki duga til að bjarga sökkvandi skipi en sé sambandið í einhverju lamasessi eða fast í leiðinlegri rútínu getur margborgað sig að vera ævintýragjarn og prófa eitthvað nýtt saman.

Það eru engar ýktar niðursveiflur í sambandinu

Ef sambandið einkennist af mikilli dramatík eru hlutfallslega ekki miklar líkur á að það endist. Það sama á við um sambönd sem einkennast af tíðum minniháttar rifrildum. Allir eiga sína góðu og slæmu daga en samskipti og hvernig tekið er á málunum skiptir höfuðmáli.

Þið kunnið að sættast eftir rifrildi

Öll pör lenda einhvern tíma í rifrildi eða þurfa með einum eða öðrum hætti að takast á við ákveðin mál. Þetta snýst minna um rifrildið sjálft og meira um hvernig staðið er að því. Mikilvægt er að hlusta á hvort annað og ganga ekki ósátt frá borði heldur leysa úr málunum með gagnkvæmri virðingu og ná sáttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.