fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. apríl 2019 16:00

Merkilegur fróðleikur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ýmislegt sem manni yfirsést við meðhöndlun hversdagslegra hluta en hér má finna nokkur atriði sem gætu komið einhverjum á óvart.

Gatið á loki kúlupennans

Margir halda að gatið á loki kúlupennans sé til þess að blekið þorni ekki upp eða komi í veg fyrir að penninn leki. Staðreyndin er þó allt önnur. Þetta gat bjargar mannslífum. Það kemur í veg fyrir að börn kafni ef lokið festist í öndunarveginum.

Litla gatið á rúðum flugvéla

Tvær ástæður eru fyrir þessu litla gati: Annars vegar er það til að draga úr þrýstingi sem er allt annar innan vélarinnar en utan hennar. Hins vegar kemur þetta í veg fyrir að móða myndist á rúðunni.

Litli vasinn á gallabuxunum

Ef þið hefðuð verið uppi á tímum gullæðisins myndi þetta ekki vefjast fyrir ykkur. Gallabuxurnar voru fyrst saumaðar á 19. öld og einhvers staðar þurftu menn að geyma vasaúrin sín. Þau eru að mestu horfin í dag, en vasinn er enn á sínum stað.

Litlu hnapparnir á gallabuxunum

Gallabuxur voru iðulega notaðar af verkamönnum og áttu það til að rifna á ákveðnum stöðum. Gallabuxna framleiðandinn Levi Strauss brá fyrstur á það ráð að styrkja buxurnar á viðkvæmum stöðum með þessum litlu hnöppum.

Aukagötin á Converse skóm

Þessi göt eru fyrst og fremst til þess gerð að lofta betur út. Sumir telja að einnig megi þræða reimar þar í gegn til þess að festa skóna betur en þeir voru upprunalega framleiddir sem körfuboltaskór.

Gatið í pastaskeiðinni

Sérstakar pastaskeiðar eru til á flestum heimilum. Í miðjunni er gat sem tryggir að vatnið renni í gegn. En gatið á flestum þeirra má nota til að mæla eins manns skammt af spagettíi.

Litla örin á bensínmælinum

Á flestum bílum má finna litla ör við bensínmælinn. Hún bendir annað hvort til hægri eða vinstri og segir til um hvoru megin bílsins bensíntankurinn er staðsettur.

Takkarnir F og J á lyklaborðinu

Margir hafa ekki tekið eftir því en á tökkunum F og J á lyklaborði er a finna upphleyptar rákir. Það er til þess að auðvelda mönnum að staðsetja hendurnar á lyklaborðinu, þegar notast er við hefðbundna fingrasetningu, án þess að þurfa að líta niður.

Holrúm á botni vínflöskunnar

Holrúmið á botni vínflöskunnar er til að jafna þrýstinginn sem myndast þegar korktappinn er settur í flöskuna. Hefurðu tekið eftir því að vín flöskur með skrúftappa hafa oftast flatan botn?

Litla gatið undir hengilásnum

Á hengilásum má gjarnan finna lítið gat sem þjónar ýmis konar tilgangi. Það hleypir út vatni, ef lásinn er notaður utandyra, og kemur í veg fyrir að hann ryðgi eða vatnið frjósi og skemmi lásinn. Einnig má nota gatið til að smyrja lásinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.