fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

11 efni sem þú skalt aldrei setja á andlitið

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. apríl 2019 18:00

Passið húðina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er til af snyrti- og förðunarvörum sem gerðar eru fyrir andlit. Svo er líka hægt að nota margt annað á andlitið eins og ýmiskonar grænmeti sem maska, kókosolíu og svo mætti lengi telja. En ekki er óhætt að setja hvað sem er á andlitið á sér. Hér eru 11 efni sem allir ættu að forðast að setja á andlitið á sér:

1. Hársprey

Einhvern tíman sagði einhver að það væri góð hugmynd að setja hársprey yfir farða til þess að hann myndi haldast lengur, það er ekki gáfulegt. Í hárspreyi eru efni sem þurrka húðina og láta hana virka eldri. Sumir gætu líka fengið slæm viðbrögð við spreyinu eins og roða, kláða og bólur.

2. Svitalyktareyðir

Þó að svitalyktareyðir komi í veg fyrir að svitinn í handarkrikunum smitist í fötin þá virkar þetta ekki á andlitið. Svitalyktareyðir mun hvorki koma í veg fyrir að farðinn smitist til eða þú svitnir í framan. Þú vilt leyfa húðinni í andlitinu að ná að “anda.”

3. Háralitur

Ef þú litar reglulega á þér hárið og vilt lita augabrúnirnar líka máttu samt ekki nota sama litinn. Það er til sérstakur litur fyrir augabrúnir sem er með mildari formúlu. Hann mun því ekki erta húðina eða valda þér óþægindum í kringum augun eins og venjulegur háralitur myndi gera.

4. Grænmetisolía

Þó að sumir beri grænmetisolíur á líkamann eru þær allt of sterkar fyrir húðina í andlitinu. Ef þú berð grænmetisolíu á andlitið á þér áttu hættu á að fá bólur og fleira.

5. Húðkrem

Húðkrem sem ætluð eru fyrir líkamann (body lotion) skal ekki bera á andlitið. Þau eru mun þykkari en hefðbundin andlitskrem og innihalda efni sem gæti valdið ertingu í andlitinu. Haltu þig við andlitskremin þar sem þau eru mildari og passa húðinni í andlitinu betur.

6. Sjampó

Sjampó er gert fyrir hárið og á ekki að nota á húðina og alls ekki á andlitið. Sjampó gæti þurrkað upp húðina í andlitinu og valdið því að þú flagnar.

7. Serum fyrir hárið

Þó að það standi serum á flöskunni og varan virki silkimjúk þá er ekki óhætt að setja hana á andlitið ef hún er ætluð fyrir hárið. Gæti það valdið mjög óþægilegri ertingu.

8. Fótakrem

Þetta er alls ekki flókið, fótakrem er gert fyrir þykka og sterka húð á iljunum og hælunum en ekki fyrir viðkvæmari húð í andliti. Aldrei nota fótakrem á andlitið, ekki einu sinni á lítinn blett.

9. Naglalakk

Ef þig langar að skreyta andlitið á einhvern hátt fyrir grímuball eða eitthvað slíkt skaltu halda þig við andlitsfarða og andlitsmálningu eða fallega skrautsteina sem hægt er að líma á andlitið. Naglalakk inniheldur mikið af efnum sem ekki henta húðinni svo það skal aldrei notað á andlitið, jafnvel þó að það sé bara lítill punktur eða einfalt munstur.

10. Edik

Já sumir nota edik sem andlitstóner en það er betra að kaupa andlitsvatn og tóner sem ætlað er fyrir þann tilgang. Ekki nota edik úr eldhússkápnum, sérstaklega ef þú veist ekki hvað það er gamalt því það gæti brennt á þér andlitið.

11. Majónes

Majónes er notað í marga heimagerða hármaska en virkar ekki svo vel á hárið. Majónes inniheldur efni sem geta valdið því að svitaholurnar þínar stíflast ef þú berð það á andlitið.

Þessi ráð eru frá Dr. David Colbert sem er húðsjúkdómalæknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.