fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Skiptar skoðanir um börn og páskaegg: „Sé enga ástæðu til að gefa þeim þetta rusl“ – „Enginn hefur rétt á að dæma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru rétt handan við hornið og örfáir dagar í páskadag. Fjöldi barna bíða spennt eftir að gúffa í sig súkkulaði. En hvenær byrja börn að borða páskaegg? Hvenær er í lagi að börn fái páskaegg?

DV ákvað að leita til íslenskra mæðra og spyrja hvenær þær gáfu börnunum sínum fyrst páskaegg. Eins og við mátti búast voru svörin misjöfn eins og þau voru mörg, en yfir 120 konur skrifuðu við færslu blaðamanns í Facebook-hópnum Mæðra Tips. Við tókum saman meginþemun og nokkur svör sem við deilum með lesendum.

Margar mæður sögðust hafa byrjað snemma að gefa börnum sínum páskaegg í kringum eins árs aldur. En það sem var líklega vinsælast var að börn fengu páskaegg í fyrsta skipti á milli 2-3 árs. Einnig er gríðarlega vinsælt að börn fái pappaegg fyllt af hollu góðgæti, eins og rúsínum. Sumar gefa páskaegg fyrir minningarnar og segja að mesta sportið sé að finna eggið og brjóta það.

Sjáið svör íslenskra mæðra hér að neðan.

Fá egg snemma

Mjög vinsælt var að börnin fengu páskaegg um eins árs aldur.

„Dóttir mín fékk sitt fyrsta enn þegar að hún er nokkra mánaða en hún fékk ekki að smakka það þar sem að hún var of ung en svo fékk hún lítið egg þegar að hún var ársgömul og fékk að smakka pínu af því.“

„Mín bæði fengu fyrsta páskaeggið ársgömul.“

„Hef gefið öllum mínum fyrstu páskana yngsta þá verið 8 mánaða elsta 13 mánaða, fá minnsta eggið og fá að naga toppinn smá myndataka“

„Ég á eina bráðum 14 mán og hún fær alveg að smakka hjá mér ef hún sýnir því áhuga, sem hún á pottþétt eftir að gera.“

„Mínar eru allar þrjár fæddar í ágúst, elsta 2004 og hinar 2006. Allar fengu páskaegg fyrstu páskana sína sem þær fengu að sleikja aðeins, ekki mikið, og káfa á. Sá engan tilgang í að leyfa þeim að borða eggið enda ekki orðnar 1 árs. Þetta var aðallega gert foreldrum til gamans og eiga myndir af.“

Fékk fyrst smakk sex mánaða

„Fékk að smakka strax fyrstu páskana, 6 mánaða (7 ára í dag). Hef alltaf gefið henni stærsta eggið. En það endist og endist því hún er ekkert að borða mikið af þessu greyið. Svo fær hún líka hjálp með það. Bara svo mikið sport og gaman að fá súkkulaði páskaegg.“

„Minn elsti fékk páskaegg þegar hann var 9 mánaða. Veit ekki alveg í hvaða hugarheimi ég var, það var einhvern veginn allt svo nýtt og spennandi að gera allt það „fyrsta“ með honum. Hann reyndar fékk svo ekki páskaegg aftur fyrr en einhverjum árum seinna. Er núna með einn tæplega tveggja og annan sem er 8 mánaða og þeir munu svo sannarlega fá páskaegg en bara pappa fyllt með dóti. Ætli ég komist nokkuð hjá því að gefa þessum elsta sem er að verða 10 því ég vandi hann á þetta svo snemma.“

Erfitt þegar þau eldast

„Mín að verða 5 fær í fyrsta skipti sennilega bara nr. 1. hefur alltaf fengið pappaegg með dóti en síðast vildi hún af okkar þannig verð sennilega leyfa henni það setja egg í pappaeggið með dóti. hefði bara viljað sleppa því en það er erfitt þegar þau eldast.“

Minningarnar og sportið

Margar mæður sögðu að mesta sportið væri ekki endilega páskaeggið sjálft, heldur leitin að því og að brjóta það.

„Mín er að verða 3ja ára og fékk að velja sér hún tók stærð 3. Kemur svo í ljós hvort hún vilji borða eitthvað af því en þetta er svo mikið sport að fá að velja og eiga.“

„Ég gef minni þriggja ára lítið páskaegg! Þetta er einu sinni á ári og i minningunni var yndislegt að vakna og leita af páskaegginu sínu og fá að opna það. Að vísu nartar hún lítið í það en þetta er svo gaman og hún fékk líka páskaegg fyrra . Við fjölskyldan vöknum öll á páskadagsmorgun og leitum og opnum egg . Hvort það sé fyrir eða eftir morgunmat. Er með einn 2 ára líka. Þau fá þetta EKKI nema bara á páskadag sem er einu sinni á ári . Svo þetta fyrir mér er í góði lagi og skapar tilhlökkun og gleði fyrir páskadegi.“

Eitt egg fyrir alla fjölskylduna

„Við kaupum bara eitt stórt fyrir fjölskylduna og yngsti meðlimurinn fær að brjóta eggið. Hentar vel þar sem einn borðar ekki lakkrís, einn ekki karamellu, annar ekkert marsípan og einn ekker með mjúkri fyllingu eða pralín.“

Fá ekki egg

„Eldri mín er 3 ára og yngri 2 ára og sé enga ástæðu til að gefa þeim þetta rusl. Vita hvort eð er ekkert af hverju þau eru að missa.“

Pappaegg

Gríðarlega vinsælt er að ung börn fái pappaegg fyllt af allskonar hollu góðgæti, eins og rúsínum og ávöxtum, og litlu dóti.

„Við bjuggum í DK og þar lærðum við að nota pappaegg. Fyrstu árin fengu þau saltstangir, rúsínupakka og álíka í eggið. Svo þróaðist þetta með aldri og inn fór að koma kannski sykurpúði eða súkkulaðimoli. Elsti fékk ekki páskaegg fyrr en hann varð 4 ára en vitanlega hefur það verið erfiðara með þau sem koma á eftir. Veit að svona egg hafa fengist í Tiger.“

„Mín er reyndar bara 14,5 mánaða en hún fær bara pappapáskaegg sem ég set eitthvað sniðugt inn í sem er ekki nammi eða óhollt. Ég ætla að reyna að halda súkkulaðinu frá henni mun lengur“

„Börnin mín eru 16 mánaða og 4 ára og hafa ekki fengið hefðbundið páskaegg og fá ekki í ár. Þessi 4 ára hefur ekki einu sinni veitt páskaeggjunum í búðinni athygli þannig að mér finnst óþarfi að kynna hann fyrir þeim. Ég mun þó bjóða uppá lítil páskaegg úr 45% súkkulaði í eftirrétt á páskadag. Börnin fá pappa-páskaegg með góðgæti úr þurrkuðum ávöxtum, leikfangi og baðlitum.“

„Mín börn hafa frá upphafi fengið pappaegg fyllt af leikföngum og föndri og verið alsæl með það. Mér hefði svo sannarlega þótt það duga fyrir þau, en gafst strax á fyrstu árunum upp á að berjast við ömmur og afa sem veeeeerða að gefa þeim súkkulaði. Núna eru þau svo sem alveg komin á súkkulaðialdur svo ég eyði orkunni frekar í að berjast fyrir því að a og a gefi þeim egg í minni kantinum.“

„Minn er 18 mánaða og fær svona pappaegg sem ég set í eitthvað gott ávaxtanammi og dót. Hann mun fá svoleiðis þar til hann biður sjálfur um súkkulaði páskaegg. Finnst alveg óþarfi að kynna hann fyrir þessu fyrr en hann sýnir því áhuga.“

„Ætla að reyna halda nammi páskaeggjum eins lengi og ég get frá dóttur minni, eða bara þar til hún hefur vit og velur sjálf. Þangað til mun hún fá fyllt pappaegg með allskonar ávöxtum og barnasnakki“

Aldrei smakkað nammi

„Mínir strákar verða 5 ára og 8 ára í sumar og hafa aldrei smakkað nammi/súkkulaði og . Þeir hafa báðir alltaf fengið suprise egg sem eru páskaegg úr pappa sem ég síðan fylli með því sem ég veit að þeir verða ánægðir með og ég nota sömu eggin á milli ára en það er misjafnt hvað fer inn í eggin á milli ára. Í fyrra fengu þeir mat (ferska og þurrkaða ávexti, makademíuhnetur, möndlufrækex, hnetustöng) og sitthvort kortið í Smáratívolí og við fórum síðan fjölskyldan daginn eftir í tívolíið. Myndin sem fylgir er af eggjunum þeirra síðan í fyrra en þeir fengu báðir tvö egg. Í ár fá þeir í eggin sín ferð í Rush trampolíngarðinn og mat sem er í uppáhaldi hjá þeim.

Þeir vita aldrei hvað er í eggjunum fyrirfram og við felum eggin á páskadag og þeir leita af þeim með vísbendingum. Við eigum líka svona mini egg eins og litlu gulleggin til þess að setja mat í ef við erum að fara í veislu eða í aðstæður þar sem eru lítil egg í boði, eins og eru oft í matarboðum um páskana.“

Mamman sem á 5 ára og 8 ára strákana deildi mynd af pappapáskaeggjunum og innihaldi þeirra.

Eiga eldra systkini

Nokkrar mæður sögðu að fyrsta barnið fékk seinna páskaegg heldur en það næsta. Erfitt er að halda páskaeggjum frá börnum sem eiga eldra systkin og vilja vera eins.

„Finnst skipta máli hvort börn eigi eldri systkini sem eru að fá páskaegg og þegar yngra systkinið er farið að hafa vit á þessu þá finnst mér í lagi að gefa eitthvað lítið.“

„Minn 2 ára á þrjár eldri systur og fær egg númer 3. Fékk að smakka í fyrra svona egg í álpappír, hann yrði mjög ósáttur ef hann fengi ekki líka eins og systur sínar.“

Hafa ekki áhuga.

„Dóttir mín sem er 7 ára hefur aldrei viljað páskaegg. Hún smakkaði súkkulaði fyrst þegar hún var 3 ára þegar afi laumaði því að henni og henni fannst það ógeðslegt. Þannig að ég hef bara skorið innan úr melónu, skreytt hana og fyllt með ávöxtum og berjum. Strákurinn minn er 2ja ára og ég sé ekki ástæðu til þess að gefa honum egg þetta árið, hann sýnir engan áhuga á nammi þegar það hefur verið á borðum í kringum hann. Algjör óþarfi að fara að bjóða honum það.“

Skemmtileg hugmynd

„Gaf minni fyrst 3 ára. Erum alltaf með þá hefð að ég geri ratleik, númera staði, og skrifa stutt skilaboð aftan á miðann. Til dæmis nú er fyrst morgunmatur, þar leynist næsti miði, svo t.d. nú er komið að tannbursta og svo framvegis, þar til hún finnur eggið orðin 8 ára núna og alltaf jafn spennt fyrir þessu.“

Góður punktur

„Er ekki bara ágæt regla að hvert og eitt foreldri ákveði fyrir sitt barn og aðrir sleppi því að dæma hvort foreldrið sé að gefa páskaegg of snemma, of seint eða á hæfilegum tíma?“

„Finnst það ekki koma neinum við nema foreldrunum sjálfum hvenær maður byrjar að leyfa börnunum að fá páskaegg það er hvers og eins að meta það og enginn hefur rétt á að dæma það. Mínir báðir fengu sína 1 páska.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir