fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Bleikt

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 13:30

Góð ráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að léttast og sumum finnst enn erfiðara að koma í veg fyrir að þyngjast aftur. Með réttum aðferðum er hægt að ná að léttast og halda sér svo í þeirri þyngd. Hér eru níu ráð um það hvernig er best að léttast og ná svo að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma.

1. Þau gera breytinguna auðvelda

Að léttast þannig að þú haldir sama striki til að viðhalda því mun gefa þér bestan árangur. Ef þú léttist með því að gera eitthvað sérhæft sem þú þarft svo að hætta eftir ákveðin tíma, gætir þú þyngst aftur þegar þú hættir því. Má sem dæmi nefna að borða bara ákveðnar fæðutegundir eða ákveðnir megrunarkúrar sem fólk gefst oft upp á eftir einhvern tíma.

Best er að gera þetta að lífsstíl og þá þarftu ekki að hafa mikið fyrir því að viðhalda þyngdartapinu ef þú heldur áfram á sömu heilbrigðu braut. Hollt og fjölbreytt mataræði ásamt líkamlegri hreyfingu í daglegri rútínu er góð aðferð við þyngdartap því þá er auðveldara að halda því áfram.

2. Þau hreyfa sig

Öll hreyfing skiptir máli, líka stuttar gönguferðir. Fólk sem nær að viðhalda þyngdartapi sínu á það sameiginlegt að hreyfa sig reglulega. Sumir mun meira en fólk sem hefur alltaf verið í góðu líkamlegu formi.

3. Þau eyða minni tíma fyrir framan sjónvarpsskjáinn

Sniðugt er að horfa minna á sjónvarpið og hreyfa sig frekar í staðinn, sérstaklega af því að sjónvarpsáhorfi fylgir oft líka aukin hitaeininganeysla. Með því að hreyfa þig meira og horfa minna á sjónvarp þá værir þú bæði að minnka neyslu á hitaeiningum og auka brennslu þeirra á sama tíma.

4. Þau eru með reglulegar matarvenjur

Ákveðið mataræði og máltíðarskipulag virkar fyrir suma en fyrir aðra virkar eitthvað allt annað. Þetta snýst ekki um að gera eins og einhver annar heldur að halda sinni rútínu. Mikilvægt er að hafa fjölbreytni í mataræðinu og hugsa vel um hvað maður borðar. Fólk sem viðheldur þyngdartapi sínu á það sameiginlegt að halda sig við það mataræði sem það veit að virkar vel fyrir sig. Þau fara heldur ekki langt út af sínu plani í fríum, um helgar eða á hátíðisdögum.

5. Þau finna sér stuðning

Það er auðveldara að ná öllum sínum markmiðum ef maður hefur klappstýrur með sér. Félagslegur stuðningur hjálpar fólki mjög mikið með að viðhalda þyngdartapi hvort sem stuðningurinn er frá maka, vinum, fjölskyldu eða öðrum. Það getur verið sniðugt að ná sér í líkamsræktarapp eða finna sér æfingafélaga sem heldur þér á réttri braut.

6. Þau eru jákvæð

Fólk sem einbeitir á það góða og jákvæða nær oft betri árangri. Því er sniðugt að einbeita sér á jákvæðu kostina við þyngdartapið í stað þess að hugsa of mikið um það sem þú þarft að sleppa eða tímann sem þú ert að eyða í hreyfingu. Einbeittu þér að því hvernig þér líður, hvaða árangri þú hefur náð og öðrum jákvæðum breytingum.

7. Þau sofa nóg

Ef að við sofum ekki nóg þá treystum við meira á mat til þess að gefa okkur orku. Ef við erum þreytt tökum við líka oft rangar ákvarðanir þegar kemur að fæðuvali og borðum eitthvað sem við hefðum annars ekki gert. Það er því jákvætt fyrir viðhald á þyngdartapi að sofa nóg.

8. Þau halda utan um árangur sinn

Stór hluti þeirra sem viðhalda þyngdartapi sínu vigtar sig í hverri viku, sumir jafnvel daglega. Ef þú vigtar þig daglegra þá áttar þú þig á því ef þú byrjar að þyngjast aftur, áður en þú þyngist of mikið svo erfiðara væri að vinna í málunum.

9. Þau dæma ekki töluna sem þau sjá á vigtinni

Þyngdin þín á vigtinn er aðeins upplýsingar fyrir þig en á ekki að stjórna líðan þinni þann daginn. Allir færast aðeins til í þyngd á milli vikna og er það mjög eðlilegt. Því skal ekki túlka smá þyngdaraukningu sem eitthvað neikvætt. Notaðu töluna á vigtinni til þess að stjórna hegðun þinni en ekki tilfinningum þínum eða sjálfsmati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert

Konur á aldrinum 5 ára til 75 ára deila því hugrakkasta sem þær hafa gert
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar

Skelfilegar afleiðingar þess að nota farða í Norður-Kóreu: Smyglhringur og pyntingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari

Ég sleit tengsl við tengdamóður mína og hef aldrei verið hamingjusamari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.