fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Svona losnar María Birta við mígreni – Lausnin er ólögleg á Íslandi

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 15. apríl 2019 14:00

María Birta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef fengið mígrenisköst við og við síðan ég var unglingur. Ég er enn að reyna að átta mig á hvað veldur þessum miklu mígrenisköstum, en ég held að sólin gæti verið ástæðan. Tengir einhver við það?!“ skrifar leikkonan María Birta á Instagram-síðu sína við mynd af lítilli olíuflösku.

Um er að ræða CBD-olíu. CBD-olía er extract eða útdráttur úr kannabisplöntu og inniheldur efnið kannabídíól. Slík olía hefur verið mjög vinsæl vestan hafs, þar sem María Birta er búsett, en er hins vegar afar umdeild þar sem hún er unnin úr kannabisplöntunni. María Birta er afar hrifin af olíunni.

„Ég prófaði CBD fyrst þegar ég fékk mígreni í Los Angeles fyrir um fimm til sex árum, þegar það var það eina sem vinir mínir áttu sem gat linað sársaukann. Olían gerði kraftaverk á nokkrum mínútum,“ skrifar María Birta og mælir með olíunni á myndinni sem hægt er að blanda við mat eða neyta eintómrar.

„Ef þið fáið mígrenisköst þá mæli ég með því að prófa olíuna – hún hefur hjálpað mér gríðarlega mikið.“

 

View this post on Instagram

 

I’ve had migraines on and off ever since I was a teen. I’m still trying to figure out what triggers these intense migraines but I actually think the sun might be my biggest reason, anyone the same?! I first tried CBD when I had a migraine here in LA about 5-6 years ago when it was the only thing any of my friends had that could soothe the pain and it did wonders within minutes 🙏🏼 @youpluscbd has an amazing oil that you can add to smoothies or just eat/drink by itself. The oil has their best selling Gold Formula which has the highest concentration of CBD they offer. If you get migraines I recommend trying it, it has helped me immensely 🌱 . . . . #CBD #hemp #youpluscbd #cbdoil #cbdfood #cbdlifestyle #cbdskincare #plantpower #losangeles #hiking #weightlifting #sleeping #shopandshout #cbdoil #cbdsmoothie #cbdproduct#losangeles #hollywood #health #fitness#gymtime #healthylife #essential #weekend #saturday #cbdhealth #cbdbeauty #cbdedibles #cbdmovement #cbdlife #cbdeducation

A post shared by María Birta (@mariabirta) on

Þess ber að geta að Matvælastofnun á Íslandi varar við notkun CBD-olíu.

„Matvælastofnun vill vekja athygli á því að innflutningur á þessum efnum er ekki bara óheimill sbr. 11 gr. matvælalaga, heldur er notkun þeirra varasöm. Notkun á efnum sem hafa lyfjafræðilega virkni fyrir ákveðinn sjúkdóm, eins og er með flest af þessum efnum, án þess að ráðfæra sig við lækni er hættuleg. Þar að auki, eins og nefnt er að ofan, eru áhrifin óþekkt og eru mögulega skaðleg til langtíma hjá heilbrigðum einstaklingum,“ stendur á heimasíðu stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.