fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 15. apríl 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charlotte Dubard hafði skyndilega sterka löngun í sykur og þyngdist um sex kíló. En það var ekki fyrr en hún fékk mikla magaverki þegar hún ákvað að athuga hvað væri í gangi.

Hún fann fyrir miklum þrýsting og notaði síma sinn til að taka myndband af píkunni sinni og var mjög brugðið þegar hún sá hár á barnshöfði koma út.

Charlotte, 24 ára frá London, fæddi heilbrigðan dreng sem fékk nafni Elias. Hún segir að kærasti hennar hafi ekki trúað þessu þegar hann kom heim.

„Þegar Miguel kom heim öskraði hann: „Guð minn góður þú fannst barn á götunni.“ Ég byrjaði að hágráta og sagði „Hann er okkar,““ segir Charlotte við Daily Mail.

Unga parið fór beint á spítalann með drenginn.

„Það var ekki fyrr en við komum á spítalann að ég áttaði mig á hvað hafði gerst. Ég var í svo miklu áfalli frá fæðingunni að ég hafði ekki átta mig á Elias. En þegar við vorum að bíða eftir lækninum sagði Miguel: „Sjáðu hann er með nefið þitt,“ og þá áttaði ég mig allt í einu á því að hann væri okkar.“

Charlotte segir að hún telur sig afar heppna að hafa fætt svona heilbrigt barn þrátt fyrir að hafa reykt, drukkið áfengi og unnið 14 tíma vaktir mest alla meðgönguna.

Hún segir að hún hélt áfram að taka pilluna meðan hún var ólétt og heldur því fram að blæðingar hennar voru reglulegar og venjulegar meðan hún var ófrísk.

„Ég kalla hann kraftarverkabarnið mitt því hann er svo heilbrigður eftir allt sem ég lét hann ganga í gegnum. Líka það er svo margt sem hefði getað farið illa í fæðingunni en allt gekk svo vel,“ segir Charlotte.

„Ljósmæðurnar spurðu mig hvernig ég vissi hvar ætti að klippa á naflastrenginn því ef ég hefði gert það rangt hefði það getað verið mjög hættulegt. Ég hafði ekki hugmynd hvernig ég vissi nákvæmlega hvað ætti að gera. Ætli eðlishvötin hafi ekki tekið yfir.“

Charlotte var í stærð 8-10 alla meðgönguna.r

Charlotte sagði móður sinni ekki strax frá því að hún væri orðin amma.

„Hún var að vinna og ég vissi að hún gæti ekki klárað vaktina ef ég myndi segja henni. Ég beið þar til daginn eftir og hún var svo hissa. En fjölskylda mín hefur verið svo stuðningsrík. Þau eru mjög strangtrúaðir kaþólikkar og sjá Elias sem kraftaverk. Amma mín segir að hann sé lítill engill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.