fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku: „Mér leið eins og ég hefði brugðist henni“

Mæður.com
Mánudaginn 15. apríl 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Hrefna er 26 ára gift tveggja barna móðir. Hún á tvær stelpur, Önju Mist, 4 ára, og Kristel Nótt, eins árs. Anja Mist er langveik en hún fæddist á 24 viku meðgöngu. Guðbjörg Hrefna segir frá reynslu sinni að eignast barn á 24 viku í einlægum pistli á Mæður.com, sem er í samstarfi við Bleikt.

Guðbjörg Hrefna: „Hún var svo lítil, fullkomin og alveg fullmótuð. Hún fæddist með kolsvart hár. Óhvað hún var lítil og falleg. Anja fæddist með alvarlega yfir réttu á báðum fótum svo þar af leiðandi gat hún ekki beygt þá heldur beygðust þeir upp á við.“

 

Við gefum Guðbjörgu Hrefnu orðið þegar hún lýsir hvernig var að missa allt í einu allt legvatnið þegar hún var gengin 24 vikur á leið með sitt fyrsta barn:

„Mín fyrstu viðbrögð voru náttúrulega bara sturlun! Síminn minn [var batteríslaus] svo í geðshræringu minni vafði ég utan um mig loðnu teppi úr IKEA og hljóp fram á gang. Ég var náttúrulega allsber (ekki mitt stoltasta augnablik verð ég að viðurkenna) og bankaði á allar dyr, en ENGINN var heima í allri blokkinni!

Á leiðinni upp aftur heyrði ég að hurð opnaðist, þar var ungur strákur að koma heim sem bjó á móti okkur í stigaganginum. Honum var ansi brugðið, ég ásaka hann ekki haha. Hann leyfði mér að hringja hjá sér  í sjúkrabíl og Einar.“

Guðbjörg Hrefna deildi mörgum myndum af bataferli Önju Mistar á Mæður.com.

Eftir legvatnsstroku og sónar kom í ljós að allt legvatnið hafi farið. Guðbjörgu var tilkynnt að hún myndi eyða því sem eftir var af meðgöngunni á Landsspítalanum.

„[Ég fann fyrir] gífurlegri hræðslu, sorg og reiði. Þarna var ég 21 árs að ganga með mitt fyrsta barn svo ég var komin með ákveðnar hugmyndir hvernig meðganga gengi fyrir sig. Mitt viðmið voru mæður sem gengu fulla meðgöngu, svo það í rauninni hvarflaði ekki að mér að eitthvað svona myndi koma fyrir mig. Mér fannst þetta bara drullu ósanngjarnt. Mér leið eins og ég hefði brugðist henni. Eftir mikinn grátur náðu ljósmæðurnar, Einar og mamma að róa mig niður.“

„Hún var svo ósköp lítil og viðkvæm. Húðin var rauð og gegnsæ og við viðkomu var hún blaðþunn og rök.“
Anja Mist í dag.

Á fjórða degi var Guðbjörg komin með meðgöngueitrun og var sett af stað.

„Í byrjun var mér sagt að ef hún kæmi sama dag og ég missti vatnið og ég ekki búin að fá sterana fyrir lungun hennar voru um 50 prósent líkur á að Anja mín mynd lifa þetta af! En þar sem að ég náði fyrstu tveimur sterasprautunum  voru líkurnar meiri heldur en minni sem róaði mig verulega.“

Hægt er að lesa allan pistillinn í heild sinni á Mæður.com með því að ýta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum