fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 14. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er algengt fjölskyldumynstur: Ung stúlka, foreldrar hennar sem eru skilin og unnusti móður hennar. Samkvæmt nýlegri rannsókn enda um 40 prósent hjónabanda í skilnaði. En það sem er ekki eins algengt er að fólk lætur það ganga.

Facebook færsla hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima. Yfir 266 þúsund manns hafa líkað við færsluna og yfir 152 þúsund manns hafa deilt henni.

Með færslunni eru nokkrar yndislegar myndir af fjölskyldu sem samanstendur af tveimur feðrum, einni móður og einni ungri stúlku.

Fjölskyldan.

Dylan Lenox, eða bónuspabbi, deildi færslunni og skrifaði fallegan texta með.

„Dóttir okkar Willow. Þú munt kannski aldrei vita hversu mikið ást þín hefur breytt okkur öllum.

Þessi til vinstri er ég (pabbi, pabbi Dylan eða bónus pabbi), í miðjunni er að sjálfsögðu Willow prinsessan okkar og þessi til hægri er David (pabbi, pabbi David eða líffræðilegi pabbi).

Nei við erum ekki par, en við eigum dóttur saman. David er fyrrverandi maður Söruh og ég er unnusti hennar. Við höfum skapað einstaka fjölskyldu, fyrir börnin okkar svo þau þekki kraft ástarinnar. Ekki aðeins eignaðist ég dóttur, heldur einnig bróður og besta vin. Takk Sarah fyrir að leyfa þessu að gerast.

Þegar okkur er meira annt um börnin okkar (báðum megin við bóginn) heldur en hvernig samfélagið hefur kennt okkur að vera gagnvart fyrrverandi mökum/barnsmæðrum/barnsfeðrum, þá mun múrinn falla og lífið vera laust við hatur og eftirsjá. Börnin okkar sigra þessi „norm“ sem fjölmiðlar hafa troðið í andlitin á okkur.

Hann gistir heima hjá okkur þegar hann er í heimsókn, því fjölskylda er alltaf velkomin. Hann er ekki utangarðsmaður, hann er og mun alltaf vera hluti af lífi mínu vegna þeirrar einföldu ástæðu að við eigum sömu dótturina. Auðvitað myndi ekki eitt einasta augnablik vera svona ef það væri ekki fyrir Söruh (mömmu) og fallega hjarta hennar.

Willow Grace þú ert svo elskuð af svo mörgum í þessum heimi, og pabbar þínir elska þig.

Svo allir vita þá er David einhleypur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.