fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Hryllilegar myndir sýna hvað gerist ef þú gleymir að taka af þér maskarann: „Ég hefði aldrei átt að leyfa þessu að ganga svona langt“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 10:30

Theresa Lynch. Á myndinni til hægri má sjá hvernig augnlok hennar voru bólgin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum flestar vaknað og séð svartan koddann og áttað okkur á því að við höfum gleymt að taka af okkur maskarann kvöldið áður. En eftir að heyra sögu Theresu Lynch þá áttu aldrei eftir að gleyma því aftur. Við vörum við myndunum í greininni.

Theresa Lynch fór til læknis því augnlok hennar voru þung og bólgin. Hún fann fyrir miklum óþægindum og sársauka. The Sun greinir frá.

Theresa, 51 árs, var vön að taka aldrei af sér maskarann áður en hún fór að sofa í 25 ár. Litlar svartar kúlur mynduðust undir augnlokinu hennar og varð hún næstum blind.

Tveggja barna móðirin frá Ástralíu var hissa þegar læknar komust að því að hún væri með þessar kúlur undir augnlokinu, eða samvöxt (e. concretions) eins og það er einnig kallað.

Augnlok Theresu.

Það þurfti 90 mínútna aðgerð til að fjarlæga samvöxtinn. Theresa ákvað að deila myndunum af auganu hennar til að vara aðra við hættunni sem fylgir því að sleppa því að taka maskarann af fyrir svefni.

Augnlok Theresu eftir aðgerð.

„Þetta var svo óþægilegt. Augnlokin mín voru bólgin og þung því ég þreif ekki maskarann í svo langan tíma. Þegar Dr. Robaei kíkti undir augnlokin mín sagði hún: „Guð minn góður, ég hef aldrei séð svona á öllum ferli mínum,“ segir Theresa.

„Ég var með þann slæma vana að nota mikið af snyrtivörum og ekki þrífa þær af. Ég hefði aldrei átt að leyfa þessu að ganga svona langt.“

Augnlok Theresu eru varanlega skemmd og yfirborð hornhimnu hennar. Hún er heppin að hafa haldið sjóninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.