fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Skaut föstum skotum á fyrrverandi í beinni útsendingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 09:30

Blake, Gwen og Miranda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrísöngkonan Miranda Lambert tróð upp á hinum árlegu kántríverðlaunum um helgina og tók alla helstu slagarana sína, svo sem Kerosene, Gunpowder and Lead og White Liar.

Miranda gekk að eiga lögreglumanninn Brendan McLoughlin í janúar á þessu ári og var hann að sjálfsögðu í salnum. Það var fyrrverandi maður Miröndu líka, Voice-dómarinn og kántrísöngvarinn Blake Shelton. Hann sat með núverandi konu sinni, tónlistarkonunni Gwen Stefani.

Miranda söng einnig lagið Oklahoma með miklum tilþrifum, en Blake er fæddur og uppalinn í Oklahoma. Fannst einhverjum hún bera setninguna „I got the hell out of Oklahoma“ eða „Ég kom mér í burtu frá Oklahoma í snatri“ hressilega fram og veltir fólk nú vöngum hvort hún hafi verið að skjóta á sinn fyrrverandi elskhuga.

Miranda og Blake byrjuðu saman árið 2006 og trúlofuðu sig í maí 2010. Þau gengu í það heilaga í maí árið 2011, en fjórum árum seinna skildu þau, nánar tiltekið sumarið 2015. Í september það ár fréttist það að Blake væri byrjaður með Gwen Stefani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.