fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Partístelpan sem þambaði orkudrykki alla daga breytti um lífsstíl – Drakk áfengi til að drepa tímann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 13:30

Milk breytti um lífsstíl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milk Dornbierer, þrjátíu ára, flutti frá heimalandinu Ástralíu til Suður-London fyrir fimm árum síðan. Hún fékk draumastarfið og dýfði sér rakleiðis í næturlífið. Í kjölfarið þyngdist hún mikið. Hún var einhleyp á þessum tíma, borðaði skyndibita og drakk áfengi flest kvöld.

Alltaf á ferðinni

Í viðtali við Daily Mail segist hún aldrei hafa borðað salöt en að hún hafi drukkið mikið magn af orkudrykkjum yfir daginn. Áður en hún vissi af var hún búin að þyngjast um tuttugu kíló og var komin í stærð 14. Hún varð sífellt óöruggari eftir því sem aukakílóunum fjölgaði.

„Ég fékk mér beikonrúllu eða enskan morgunmat á morgnana. Ég fékk mér aldrei salat í hádegismat því ég hélt að ég yrði ekki södd eða að það gæfi mér ekki næga orku,“ segir Milk. „Ég var alltaf á ferðinni þannig að hádegismatur var eitthvað fljótlegt eins og KFC eða hádegistilboð og kvöldmatur væri pasta, pítsa eða hamborgari. Ég drakk líka orkudrykki allan daginn, alla daga.“

Milk var alltaf á ferðinni sökum vinnu.

Átta vikna áskorun breytti öllu

Matarvenjurnar versnuðu á kvöldin.

„Ég fór reglulega á Flat Iron, steikarstað í Covent Garden. Það er ekki hægt að bóka borð þar og það var oft tveggja klukkustunda bið þannig að vinir mínir og ég biðum á barnum og fengum okkur fullt af drykkjum til að drepa tímann,“ segir hún. „Drykkir eftir vinnu eru vinsælir í London en í Ástralíu eru hópíþróttir vinsælar.“

Eitt kvöldið þegar Milk var úti á lífinu varð hún afar óörugg og ákvað að breyta til. Mánudaginn eftir þá helgi skráði hún sig í átta vikna áskorun. Áskorunin fólst í því að breyta mataræðinu og að hún þurfti að mæta í ræktina fjórum til fimm sinnum í viku. Hún féll fyrir hreyfingunni og getur nú ekki hætt að hreyfa sig.

Gjörbreytt líf Milk.

„Ég fer sex sinnum í viku og ef ég þarf að ferðast vegna vinnunnar reyni ég að finna líkamsrækt nálægt mér,“ segir hún. Eftir fyrstu fjórar vikurnar í áskoruninni var hún búin að léttast um þrettán kíló. Sex mánuðum síðan voru öll tuttugu kílóin sem hún hafði bætt á sig farin. Þessi partístelpa, sem gat ekki hlaupið lengra en fimm kílómetra snemma á þrítugsaldrinum, lauk nýverið við tíu kílómetra hlaup og ætlar sér að hlaupa hálfmaraþon í nánustu framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.