fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Erla Kolbrún var sárþjáð á hverjum degi í sex ár – Ferð til Bandaríkjanna breytti öllu: „Það var allt tekið frá mér“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 11:00

Erla Kolbrún hefur gengið í gegnum margt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var alltaf að lenda uppi á spítala í verkjaköstum þar sem ég var nánast svæfð í hvert skipti,“ segir Erla Kolbrún Óskarsdóttir, sem hefur síðustu ár opnað sig um baráttu sína eftir læknamistök. Hún mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að fara yfir stöðu sína í dag.

Erla Kolbrún sagði sögðu sína í DV í september á síðasta ári. Hún gekkst undir aðgerð árið 2012 við endaþarmssigi sem hún hlaut við að fæða dætur sínar. Aðgerðin var framkvæmd á Akranesi og þegar Erla vaknaði af henni var henni ljóst að ekki var allt með felldu. Landlæknir úrskurðaði að Erla hefði orðið þolandi vanrækslu af hálfu læknisins sem framkvæmdi aðgerðina en yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans hefur ályktað að hér hafi læknamistök átt sér stað. Mistökin eru í sem stystu máli fólgin í því að læknirinn saumaði saman á röngum stað og lamaði við það viðkvæmar taugar.

„Ég átti að fara í beisik aðgerð við endaþarmssigi sem kom í kjölfar meðgöngu og fæðingu. Í kjölfarið á henni urðu einhver mistök hjá lækninum og afleiðingar voru þannig að verkirnir voru óbærilegir. Það tóku við sex ár þar sem ég var kvalin upp á hvern einasta dag og gat með engu móti gert neitt. Gat ekkert sinnt börnunum mínum, ég gat ekki stundað nám, gat ekki stundað vinnuna. Það var allt tekið frá mér,“ segir Erla Kolbrún í viðtalinu í Bítinu í morgun.

Ævinlega þakklát

Fyrrnefnt viðtal við Erlu Kolbrúnu í DV í fyrra var vegna fjársöfnunar sem var hafin til að koma henni í stofnfrumumeðferð í Bandaríkjunum. Sú söfnun heppnaðist mjög vel og Erla Kolbrún komst út, í meðferð sem kostar með öllu tvær milljónir.

Erla Kolbrún og dæturnar.

„Ég verð öllum ævinlega þakklát fyrir alla þá samkennd og innilega þakka fyrir alla þessa hjálp sem ég fékk í sambandi við söfnunina,“ segir Erla Kolbrún í Bítinu. Hún fór til Bandaríkjanna í nóvember í fyrra ásamt eiginmanni sínum og dætrum þeirra tveimur. Henni fannst mikilvægt að dæturnar sæu að móðir sín væri að leita sér hjálpar og fengju að upplifa ferlið frá A til Ö með móður sinni. Erla Kolbrún segir að meðferðin hafi verið sárasukafull, en nokkrum vikum eftir hana, nánar tiltekið þann 15. desember, byrjaði hún að finna mun á verkjunum.

„Ég finn það mikinn mun að ég byrjaði að geta gert hluti, beisik hluti eins og að taka úr uppþvottavélinni,“ segir hún. „Það hefur komið bakslag og það er bara eðlilegt. Ég hef fengið verki örlítið til baka en ég er svo langt frá því að vera eins og ég var áður. Læknirinn úti sagði að ég þyrfti líklegast að fara aftur til að fá enn betri bata,“ segir Erla Kolbrún. Hún hefur fundið íslenskan lækni sem hefur til dæmis starfað í Bandaríkjunum en er nýfluttur aftur heim. Hún er komin undir hans verndarvæng og telur hann möguleika á að framkvæma aðra stofnfrumumeðferð hér heima, sem myndi þýða talsvert minni kostnað fyrir Erlu Kolbrúnu og fjölskyldu hennar.

„Hann sérhæfir sig í verkjameðferðum og er algjörlega guðs gjöf.“

Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.