fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Þessar þrjár æfingar umbreyttu bossanum hennar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. apríl 2019 16:30

Stjörnuþjálfarinn Anna Victoria.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú þarft ekki meira en fimm mínútur til að taka vel á því. Stjörnuþjálfarinn Anna Victoria segir að hún notar þessar þrjár æfingar fyrir þær sem vilja umbreyta rassinum. Hún mælir með að gera þessar æfingar tvisvar til þrisvar í viku til að sjá alvöru árangur.

Skjólstæðingur Önnu sem umbreytti bossanum sínum með þessum þremur æfingum.

Asnaspark + brunahani (Donkey Kick + Fire Hydrant)

 

 

Farðu á fjóra fætur á dýnu. Haltu hægra hnénu beygði í 90 gráðum á meðan þú lyftir fætinum upp þar til líkami þinn myndar beina línu frá öxlum að hnénu, hægri táin þín ætti að snúa í átt að loftinu. Færðu síðan fótinn aftur í byrjunarstöðu. Haltu hnénu áfram í 90 gráðum á meðan þú lyftir fætinum til hliðar. Farðu síðan aftur í byrjunarstöðu. Þetta telst sem ein endurtekning. Gerðu 15 endurtekningar á hvorri hlið.

Mjaðmalyfta (Glute Bridge)

 

Leggstu á bakið með fæturna beygða, hafðu hælana um 30-40 sm frá rassinum. Spenntu kviðinn, spyrntu í hælana og kreistu rassinn til að færa mjaðmirnar í átt að loftinu. Haltu stöðunni í tvær sekúndur áður en þú ferð aftur í byrjunarstöðu. Þetta telst sem ein endurtekning. Gerðu 15 endurtekningar.

Hnébeygjuhopp (Squat Jump)

Stattu með um mjaðmabil á milli fótanna, tærnar beint áfram og hendurnar fyrir framan bringuna. Beygðu hnén og hoppaðu síðan með sprengikraft eins hátt og þú getur. Lentu mjúklega og farðu beint í næsta hopp. Gerðu 15 endurtekningar. Endurtaktu hverja æfingu tvisvar eða þrisvar sinnum ef þú vilt fá meiri árangur.

Þú getur horft á Önnu fara yfir æfingarnar á vefsíðu Women’s Health Magazine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.