fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Ný auglýsing Gillete vekur hörð viðbrögð: „Dáin fyrir fimmtugt“ – „Þetta er raunveruleg manneskja“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. apríl 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega deildi Gilette Venus mynd af plus-size fyrirsætunni Anna O‘Brien. Með auglýsingunni vill fyrirtækið fagna fjölbreytileikanum. Hins vegar hefur auglýsingin vakið hörð viðbrögð og er afar umdeild. Gagnrýnendur hennar segja að fyrirtækið er að normalísera óheilbrigt líferni, eins og önnur fyrirtæki gera með mjög grannar fyrirsætur en þveröfugu megin á rófinu.

Anna O‘Brien heldur úti bloggsíðunni Glitter + Lazers. Rúmlega 300 þúsund manns fylgja Önnu á Instagram og yfir 100 þúsund manns eru áskrifendur af YouTube- rásinni hennar. Hún hefur einnig haldið ræður í yfir tíu löndum.

Gilette Venus segist ekki laga til myndir af fyrirsætum né hafa einhverjar hömlur á hver getur verið fyrirsæta. „Það er engin ein leið til að hafa fallega húð eða sýna hana. Venus stendur með öllum konum sem rétta reglurnar.“

„Venus vill standa fyrir konur í öllum stærðum, gerðum og húðlitum því allar gerðir af fallegri húð eiga skilið að vera sýndar. Við elskum Glitter + Lazers því hún lifir hátt og elskar húðina sína sama hvernig „reglurnar“ segja að hún eigi að sýna hana,“ skrifar Gilette Venus í kommentunum við myndina.

Myndin af Önnu vakti hörð viðbrögð. Þetta höfðu gagnrýnendur um auglýsinguna að segja:

„Gátu þeir ekki fundið þybbna stelpu sem segir „ég er sjálfsörugg og elska að borða!“? Nei veljum þessa sem segir ég er sjúklega feit og elska að borða allt og gæti dáið af hjartasjúkdóm áður en ég verð 35 ára. Vel gert Gillette.“

„Er þetta í alvöru eins góð og kona getur verið, Gillette?“

„Þið segið að það ætti að banna Victoria Secret því það er óheilbrigt og ekki „raunverulegt,“ en þetta er ótrúlega óheilbrigt og ætti ekki að vera auglýst. Þessi heimur fer aftur á bak.“

„Dáin fyrir fimmtugt. Vel gert að fagna hægvirku sjálfsvígi Gillette.“

„Allir geta skammast yfir að fyrirsæturnar í Victoria Secret auglýsingum eru of grannar en enginn má minnast á neitt ef einhver er of feitur.“

Mörgum fannst auglýsingin frábær og elskuðu skilaboðin sem hún var að senda.

„Þetta er raunveruleg manneskja. Þetta er HENNAR líkami. Þetta hefur alls engin áhrif á þig. Hættið með allt þetta hatur. Leyfið henni að lifa.“

„Ég vil bara segja að þetta er frábær færsla. Heimurinn er fullur af fjölbreytileika og gettu hvað, fólk lítur svona út. Mikið af fólki gerir það. Fyrsta kommentið á þessari færslu er „þetta er óheilbrigt.“ Ókei ég vil bara benda á að feitt fólk er ekki að auglýsa offitu eða óheilbrigði. Þau eru bara hérna. Þessi kona var í myndatöku fyrir Gillette. Hún var ekki að segja hvernig þú ættir að líta út […] Síðan frá upphafi fjölmiðla höfum við séð grannar konur og okkur sagt að við ættum að líta út eins og þær. Notum þetta sem tækifæri til að sýna öllum að fyrirsætur í stærri stærð geta líka verið í fjölmiðlum. Að smána einhvern er skelfilegt og bara alls ekki kúl, en kommentin sem fólk í stærri stærðum þurfa að heyra eru eitthvað annað. Takk Gillette fyrir að sýna heiminum smá fjölbreytileika, við þurfum á því að halda.“

„Það er leyfilegt fyrir stórt fólk að líka við sig sjálft og einnig hafa markmið sem það vill ná. Þau þurfa ekki að fela sig heima hjá sér til að forðast þess að móðga einhvern þar til þau eru talin samfélagslega viðeigandi í stærð.“

„Þið pælið of mikið í þessu. Ég sé konu á ströndinni að eiga yndislegan dag.“

„Hún lítur vel út og er frábær!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.