fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Virtur læknir eyðilagði líf Kristínar: „Eftir tímann fór ég út í bíl og fékk taugaáfall“ – „Ég hélt að ég væri að deyja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. september árið 2014 fór Kristín Daðadóttir til læknis. Hún varð aldrei söm eftir þann dag. Eftir læknisheimsóknina fékk hún taugaáfall. Kristín segir að vegna þess sem gerðist hjá lækninum sé hún núna með margar geðgreiningar, þar á meðal þunglyndi, kvíða og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hún þróaði einnig með sér átröskun og glímir við sjálfsvígshugsanir.

Kristín kærði atvikið til Landlæknisembættis en hún segir að vegna þess að þetta sé orð gegn orði þá hafi málið verið fellt niður.

„Þetta atvik er búið að gjörsamlega eyðileggja allt fyrir mér, tekið löngun mína til að lifa og ýtir mér nær því að taka eigið líf,“ segir Kristín.

Í samtali við DV segir Kristín frá því sem gerðist og áhrifunum sem það hafði á hana.

Kristín Daðadóttir.

Atvikið

Kristín segist hafa verið hjá lækninum í sjö ár fyrir atvikið. Hún segir hann vera virtan innan læknastéttarinnar. Móðir Kristínar hafði alltaf farið með henni til læknis, nema þetta eina skipti.

„Læknirinn byrjaði á því að mæla hæð og þyngd hjá mér eins og venjulega. Síðan settist hann niður og horfði alvarlega á mig og spurði: „Ætlar þú að lenda í hjólastól?“ Ég sagði bara: „Ha?““ Segir Kristín.

„Hann sagði þá að ég gæti þá ekki unnið áfram í Nettó, en ég vann í Nettó á þessum tíma. Hann sagði svo: „Já veistu það Kristín, þú getur alveg eins farið heim og skorið þig á púls ef þú ætlar að halda þessu áfram.“ Þarna var ég kjaftstopp. Það sem eftir var tímans hélt hann áfram að rakka mig niður. Eftir tímann fór ég út í bíl og fékk taugaáfall.“

Kristín segir að læknirinn hafi verið að tala um þyngd hennar, en hann sakaði hana oft um lygar.

„Ég borða bara eina máltíð á dag og hann sakaði mig um að ljúga því. Hann sagði að enginn gæti verið svona þungur ef hann borðar bara eina máltíð á dag. En greinilega er það hægt, ég er dæmi um það.“

Kristín Daðadóttir.

Taugaáfall

Kristín titraði og grét í bílnum. Hún segir þetta hafa verið sitt fyrsta ofsakvíðakast, en ekki sitt síðasta.

„Ég hélt ég væri að deyja. Ég hringdi í mömmu og reyndi að segja henni frá því hvað hafði gerst, en átti erfitt með að tala. Hún sagði mér að koma til sín í vinnuna en þegar hún sá mig koma inn sagðist hún aldrei hafa sagt mér að keyra ef hún hefði vitað ástandið á mér.“

Móðir Kristínar hringdi í lækninn og krafðist svara. „Læknirinn sagðist ekki „hafa meint þetta svona“ og reyndi að afsaka sig. Næsta skref var að ég fór til sálfræðings og hann hvatti mig til að kæra atvikið til Landlæknis, sem ég gerði,“ segir Kristín.

„Það kom ekkert út úr því, vegna þess að þetta var orð gegn orði. Ég kom einmitt ein í þennan tíma og ég held að það sé ástæðan fyrir því að hann hafi leyft sér að rakka mig svona niður.“

Kristín segir að það komi sér ekki á óvart ef læknirinn hafi beðið eftir tækifæri til að segja þessa hluti við hana. „Ég held að honum hafi líkað jafn illa við mig og mér líkaði við hann.“

Kristín Daðadóttir.

Of andlega veik

Kristín hætti hjá sálfræðing og náði botninum. „Ég fór eins lágt niður og ég gat. Ég klæddi mig ekki, fór ekki í sturtu, var innilokuð allan daginn og gerði ekki neitt. Mamma hefur verið mér stoð og stytta í gegnum þetta allt saman. Hún fór með mig í VIRK til að prufa það og ég fór í alls konar sálfræðiviðtöl og geðrannsóknir en það sem ég fékk út úr því að ég væri með of marga hættulega andlega sjúkdóma til að vera hjá þeim. Þá fór ég enn þá lengra niður. Á þessum tíma var ég greind með ofsakvíða, þunglyndi, áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni, víðáttufælni, átröskun, ADHD og borderline persónuleikaröskun.“

Kristín segir að fyrir atvikið hjá lækninum hafi hún ekki verið með neinar greiningar. Hún segist kenna lækninum „alveg 120 prósent“ fyrir andlegt niðurbrot sitt.

„Ég var ekki einu sinni með snerpu af kvíða eða þunglyndi áður en þetta gerðist. Hann eyðilagði allt fyrir mér. Ég var svo kátur krakki og ég átti eftir að sigra heiminn. En eftir þennan dag er ég andstæðan. Aldrei datt mér í hug að ég myndi einu sinni íhuga sjálfsvíg. Það var bara ekki til í mínum orðaforða en núna er það liggur við það eina sem kemst upp í huga minn,“ segir Kristín.

„Ég á erfitt með að tala um hann. Ég fæ alltaf kökk í hálsinn,“ segir Kristín og beinir orðum sínum til læknisins:

„Það getur enginn skilið hversu reið ég er út í þig. Það getur enginn skilið hvað þú tókst frá mér. Þú ert alltaf í hausnum á mér að stjórna öllu sem ég geri eða geri ekki. Það er vegna þín sem ég dett niður í þunglyndi. Það er vegna þín að ég fæ ofsakvíðaköst. Það er vegna þín að ég útiloka mig. Allt vegna þess að þú ákvaðst að segja mér þennan dag að drepa mig.“

„Get over it“

„Margir lesa þetta og hugsa með sér, „get over it.“ Nei það mun ég aldrei gera. Þetta mun sitja í mér það sem eftir er ævi minnar. Ég mun ekki komast yfir reiðina fyrr en þú tekur ábyrgð á því sem þú gerðir mér. „Skerðu þig á púls“ ómar endalaust í hausnum á mér,“ segir Kristín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.