fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Katrín Ósk er á krossgötum: „Þetta mín ákvörðun þar sem þetta er minn bakaraofn“

Amare
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 12:00

Katrín Ósk og kvikmyndin Crossroads.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk er á krossgötum. Hún veit ekki hvort hún eigi að hætta eða halda áfram barneignum. Katrín segir frá þessu í færslu á Amare.is sem er í samstarfi með DV. Við gefum Katrínu Ósk orðið:

Nei, þetta blogg er ekki um hina óviðjafnanlegu Britney Spears mynd. En mér finnst ég sturlað fyndin að hafa sett þessa mynd í forsíðumynd.

Hvaða krossgötum er ég á?

Að hætta, eða halda áfram, barneignum.

Ég byrjaði snemma að eiga börnin mín þrjú, var ólétt af mínum elsta 17 ára gömul.

Þau ár sem ég „átti“ að vera að mennta mig, ferðast og mála bæinn rauðan, hafa því farið í allt annan veruleika. Dásamlegan, krefjandi veruleika.

Karlpungurinn sem ég nældi mér í byrjaði hins vegar 26 ára. Búinn að gera allan andsk**** af sér.

Nú nálgast hálfgerður gálgafrestur að okkur, en líkur eru á að ég þurfi að fjarlægja lykkjuna vegna óþæginda sem hún ákvað að byrja að valda, og fara á aðra getnaðarvörn.

Er ég tilbúin til að láta pynta mig með sprautu reglulega? Nei.

Er ég tilbúin til þess að taka vítamín satans, getnaðarvarnarpilluna, sem er ekkert annað en rússnesk rúlletta fyrir líkamann? Nei.

Við þurfum ekki einu sinni að eyða orðum í smokkinn! Why bother, ef smokkurinn fær að vera og eyðileggja ánægjuna.

Mín lausn; kippum þessu bara úr sambandi.

En erum við tilbúin til þess að hætta?

Ef við erum raunsæ þá er svarið já. Gallarnir fara langt fram úr kostunum.

– Við þyrftum stærra húsnæði, og eigum ekki einu sinni okkar eigin eign enn þá.

– Strumpastrætó. Segi ekki meir.

– Auka barn, aukinn kostnaður.

– Þarft að hafa sterka geðheilsu; en það er gjaldeyrir sem ég á bara ekki nóg fyrir.

— Meðganga, fæðing, ungabarn. Yndislegt.

Ég skil það svo undurvel að maðurinn minn vilji annað barn. Við sköpuðum brilliant, fallegan einstakling sem gerir lífið svo skemmtilegt. Og á meðan ég á þrjú, þá tæknilega, á hann bara eitt. Þó svo að hann taki strákunum sem sínum eigin og hefur auðvitað alið þann yngri upp alla hans ævi og þekkist aðeins sem pabbi hans. En upplifunin er bara svo stórkostleg, og eitthvað sem maður vill upplifa aftur. Og það vil ég líka. En svo þarftu auðvitað að taka þessa upplifun með þér heim og skapa líf fyrir hana.

Ég vildi að það væri einhver sem gæti bara bent mér í hvora áttina við ættum að fara. Þegar upp er staðið er þetta mín ákvörðun þar sem þetta er minn bakaraofn. Það er bara rosalega mikið vald að hafa í sambandi. Ég vil ekki hafa þetta vald.

Sjálfselskupúkinn í mér er bara búinn að plana það að stinga af, 42 ára með öll uppkomin börn, til Bora Bora og búa í strákofa á miðju hafi, eins og allar fallegu myndirnar á Google.

Ætli ég horfi ekki bara á Crossroads og sjái hvað setur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433
Fyrir 11 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno