fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Kona á sjötugsaldri fæddi ömmubarnið sitt: „Hún var með í þessu alveg frá byrjun“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2019 19:30

Mamman með syni sínum og kærasta hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

61 árs gömul kona að nafni Cecile Eledge fæddi ömmubarnið sitt á sjúkrahúsi í Nebraska í Bandaríkjunum þann 25. mars síðastliðinn. Barnið, litla hnátan Uma Louise, er dóttir sonar Cecile, Matthew Eledge, og maka hans, Elliot Dougherty. Cecile fór í tæknifrjógvun með eggjum úr systur Elliots til að sonur sinn og elskhugi hans gætu átt barn saman.

Nýbakaðir feður í skýjunum.

Það kom Cecile á óvart að hún gæti gengið með barn komin á þennan aldur. Matthew og Elliot segja í samtali við Buzzfeed að þeim hefði fundist mjög erfitt að borga ókunnugri manneskju til að ganga með barnið sitt.

„Við trúum því líka að það þurfi þorp til að ala upp fjölskyldu,“ segir Matthew. „Við fórum kannski óhefðbundna leið en við gátum talað um ferlið og það gerði þetta svo spennandi og skemmtilegt.“

Tilfinningarík stund.

Passaði sig meira á meðgöngunni

Elliot segir að hann og Matthew hafi dreymt um að eignast barn lengi en að þeir hafi fyrst talið það vera gerlegt þegar að systir Elliots, Lea Yribe, hafi boðist til að gefa þeim egg.

Gullfalleg stúlka.

„Það gaf okkur stökkpall til að stofna fjölskyldu. Hún var með í þessu alveg frá byrjun,“ segir Elliot. Til að búa til barnið var sem sagt sæði Matthews og egg Leu notað og komið fyrir í legi Cecile, móður Matthews, með tæknifrjóvgun. Cecile segist hafa passað sig meira á þessari meðgöngu en þegar hún gekk með sín eigin börn og drakk ekki einu sinni kaffi þessa níu mánuði.

Stoltir feður.

„Mér hefði liðið hræðilega ef eitthvað hefði gerst,“ segir hún. „Ég fylgdi öllum ráðleggingum í einu og öllu.“

Heppnir hommar

Það var svo í síðustu viku sem litla hnátan kom í heiminn, heilbrigð og ellefu merkur. Matthew og Elliot eru í skýjunum og þakklátir fyrir að eiga svona gott fólk í kringum sig sem gerði þetta mögulegt.

„Sem hommar erum við heppnir að eignast barn á tímum þar sem fólk fagnar sambandi okkar og að við séum foreldrar, og einnig á tímum þar sem tæknin leyfir okkur að eignast barn sem hefur genablöndu Elliots og mín,“ segir Matthew, en þeir Elliot búast við því að Uma litla verði algjör díva eins og feðurnir.

„Hún er með svo margar stórkostlegar konur til að líta upp til.“

Hamingjusöm amma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.