fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Katrín Ósk hrökk í kút: „Ohh, er verið að viðra píkuna”

Amare
Laugardaginn 30. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræður um kynfæri kvenna hafa færst mikið í aukana undanfarið, finnst mér. Verið er að reyna að „normalisera” hið rétta heiti hofsins okkar.

Píka.
P.Í.K.A.

Ef þið bara vissuð hversu átakanlegt það er fyrir mig að skrifa þetta orð.
Ég er alin upp af dásamlegri konu. Mjög hógværri konu af gamla skólanum.
Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann heyrt orðið píka á heimilinu á uppvaxtarárunum. Ég vissi auðvitað af því, en aðeins í neikvæðum skilningi. „Í mína daga” (því ég er svo gömul) var orðið píka notað sem uppnefni, annað hvort til þess að kalla stráka aumingja, eða til þess að kalla stelpur tíkur.

Pjalla, pjása, klobbi, budda, einkastaður. Ég kann alls konar útfærslur.

Svo varð ég fullorðin og kynntist yndislega manninum mínum. Og tengdamömmu í leiðinni.

Tengdamamma mín er skass. Dááásamlegt skass og allir sem hana þekkja vita að þetta er sagt í einlægri ást og hreinskilni. Hún er algerlega á hinum pólnum við litlu postulínsdúkkuna sem mamma mín getur verið (einnig sagt með einlægri ást og jákvæðni). Og hún tengdó kann sko alveg að nota orðið Píka, í hinum almennilegasta, eðlilegasta skilningi.
Ég man hvað ég átti verulega erfitt með þetta. Ef að dóttir mín var að berrassast eitthvað og hún gekk inn og sagði með sinni háværu röst „Ohh, er verið að viðra píkuna”. Ég gersamlega hrökk í kút.
Og á endanum beit ég á minn stærsta jaxl og ræddi þetta við hana og restina af tengdafjölskyldu minni, því ég var svo rosalega snortin af þessu.

Fyllist stolti þegar börnin segja píka

Ég skil það núna, af því að ég er svo svakalega þroskaður einstaklingur í dag, að vandamálið lá allan tímann hjá mér. Ég hafði leyft samfélaginu að kenna mér það að píka væri á allan hátt hlaðin neikvæðri merkingu.
Það að ég gæti ekki ullað þessu orði út úr mér gerði tengdamömmu mína ekki að neinum grodda eða dóna, eins og ég svo dónalega sakaði hana um.

Börnin mín þrjú kunna öll að segja píka án ótta, kvíðahnúts og neikvæðni. Þökk sé pabba þeirra og hans fjölskyldu. Trúið mér, ég hjálpaði ekkert við það. Ég er enn að æfa mig.
Eins fáránlega og það hljómar, þá fyllist ég stolti þegar börnin mín segja píka. You go kids! Ég man að vísu ekki akkúrat núna í hvaða aðstæðum þetta hefur verið að koma upp í samræðum hjá þeim, en það hefur gerst, á eðlilegan hátt! Við tölum líka um skólann, Youtube og ‚ Íslenska veðrið. Lofa.

Endapunkturinn; Píka er eðlilegt orð sem á fullan rétt á sér í orðaforða okkar. Og ég ætla að nota hana í setningu og í töluðum orðum fyrir þrítugt!
Baby steps sko.

Færslan er skrifuð af Katrínu Ósk og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona