fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sunneva birtir húðráð til að hjálpa öðrum: „Ég átti mitt tímabil fyrir 3 árum þar sem húðin mín fór í rugl“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 28. mars 2019 19:30

Sunneva hugsar vel um heilsuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir deilir frábærum ráðum er varða húðumhirðu í sögu sinni á Instagram. Ráðin eru í átta liðum og felast meðal annars í því að drekka nóg vatn, hreyfa sig og þrífa húðina á réttina hátt.

Skincare Tips! – Sunneva Einars

1. Þrífa húðina reglulega og með vörum sem henta þinni húðtýpu. Þrífa bæði á kvöldin og morgnana (þó þú hafi ekki verið með farða). Það er ekki nóg að nota hreinsiklúta eða farðahreinsir. Það þrífur farðann en ekki húðina. Það er mikilvægast í þessu öllu að halda húðinni hreinni. Það er hægt að fá ráðleggingar frá snyrtifræðingum um hvað hentar þinni húð og hvernig húðgerð þú ert með.

2. Raki. Ekki er nóg að þrífa húðina heldur er mikilvægt að halda góðum raka í henni.

3. Drekka nóg af vatni. Hydration is the main key! Ég finn rosalegan mun á húðinni minni ef ég er dugleg að drekka vatn. Meiri ljómi og minni þurrkur.

4. Maskar. Finndu þér maska sem henta þinni húð og trítaðu hana vikulega. Ég nota mud mask og rakamaskann frá Laugarspa 1-2 sinnum í viku.

5. Þrífa förðunarbursta reglulega! Um leið og ég gleymi að gera viku burstaþvottinn þá verður húðin mín ekki sátt. Það myndast mikið af sýklum í burstunum okkar og finnst mér gott að þrífa þá 1-2 í viku.

6. Skipta reglulega um koddaver. Líkt og förðunarburstarnir, þá setjast óhreinindi í koddaverin okkar. Við sofum á þessu daglega og mikilvægt að þrífa þau vikulega til þess að þau komist ekki í snertingu við tandurhreina húðina!

7. Takmarka snertingu. Ekki vera mikið með fingurnar í andlitinu á daginn. Slepptu því að bera óhreinindin af fingrunum framan í þig. Prófabólur myndast mikið við þessa snertingu.

8. Hollt mataræði og hreyfing. Sama hvað, reynum alltaf að borða í hollari kantinum og hreyfa okkur nokkrum sinnum í viku. Það er gott fyrir okkur á alla vegu!

Í lok sögunnar segist Sunneva sjálf hafa þurft að glíma við húðvandamál en að ofangreind ráð hafi bjargað henni.

„Ég átti mitt tímabil fyrir 3 árum þar sem húðin mín fór í rugl en það var vegna nýrra hormóna. Ég hætti á þeim og þá byrjaði uppbygging. Ég fór mjög strangt eftir þessu og núna er þetta partur af daglegri rútínu. Slæm húð er ekki the end of the world þó manni líði þannig. Trust me, I know.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.