fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
Bleikt

Lýtalæknarnir neita því að um mistök hafi verið að ræða: „Hún er bara ekki ánægð með útkomuna“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 27. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var nýbúin að gifta mig og langaði til þess að fara í aðgerð sem átti að lyfta augnlokum mínum. Þeir ráðlögðu mér að fara í stærri aðgerð og sögðu að með henni gætu þeir lyft augnlokum mínum enn betur og að ég myndi líta mikið betur út þannig.“

Segir Liu sem fór á síðasta ári í lýtaaðgerð í borginni Bengbu í Kína. Aðgerðin mislukkaðist svo hræðilega að eftir hana sat Liu eftir með svakalega sýkingu í báðum augum.

„Það var eins og augun á mér væru að rotna. Það lak gröftur alls staðar út úr þeim.“

Eftir að Liu hafði jafnað sig á sýkingunni tók hún eftir því að það vantaði hluta af neðra augnloki hennar á hana. Samkvæmt Metro leitaði hún ráðgjafar hjá læknum sem sögðu henni að sá hluti kæmi aldrei aftur til baka.

Liu eftir aðgeðrina / Mynd: AsiaWire

„Þeir fjarlægðu hluta af neðra augnloki mínu og það mun aldrei koma aftur. Þetta er varanlegur skaði. Ég vil að þetta verði lagað, jafnvel þó að ég viti að það sé ekki hægt að laga þetta fullkomlega aftur þá vil ég að minnsta kosti að það verði reynt.“

Stofan sem framkvæmdi aðgerðina á Liu hefur ekki enn verið nafngreind en hafa þeir þó gefið út tilkynningu þess efnis að aðgerðin hafi ekki mislukkast heldur sé Liu einungis ósáttur kúnni.

„Aðgerðin mislukkaðist ekki. Hún er bara ekki ánægð með útkomuna.“ Voru orð stofunnar.

Liu missti meðal annars öll augnhárin eftir aðgerðina og hluti af þeim mun aldrei vaxa aftur til baka / Mynd: AsiaWire

„Við höfum farið fram og til baka í samræðum varðandi bætur en þeir hafa aðeins sagst vilja borga mér um 360 þúsund krónur í skaðabætur. Bara það að fara í aðgerð til þess að láta laga þetta mun kosta mig um 550 þúsund krónur og það er ef ég fengi lækni hérna í Bengbu en því miður er enginn hér sem sérhæfir sig í svona,“ segir Liu miður sín vegna stöðu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.