fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Geri neitar ástarævintýrinu með Mel B – Er endurkoma Kryddpíanna í hættu?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 25. mars 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma kryddpíanna gæti verið í hættu eftir að Mel B ljóstraði því upp í sjónvarpsþættinum Life Stories með Piers Morgan að hún hefði stundað kynlíf með Geri (Halliwell) Horner, eða „Rauða kryddinu,“ þegar hljómsveitin var á hápunkti frægðarinnar. Piers spurði hve oft þær hefðu sofið saman og svaraði þá Mel B hressilega: „Æ, hættu þessu pervertinn þinn, þetta gerðist bara einu sinni.“ Þá bætir hún B við að hún vonist til að Geri neiti þessu ekki þegar hún er spurð að þessu.

„Hún (Geri) á eftir að hata mig því hún er fín í sveitahúsinu sínu með eiginmanni sínum en þetta er staðreynd. Þetta gerðist bara og við flissuðum. Þar með var það búið. Hún var með geggjuð brjóst,“ segir Mel B.

Ein önnur Kryddpía, Mel C, var í salnum og fengu þessar upplýsingar eilítið á hana. „Þetta er allt nýtt fyrir mér,“ sagði hún. Svipur hennar í myndbrotinu að neðan segir meira en fjöldi orða.

„Fulllangt gengið“

Nú hefur Daily Mail greint frá því að heimildarmanneskja, sem er sögð vera nákomin Geri, hafi haft samband við fréttamiðilinn til að blása á þessa meintu sögu af ástarævintýri þeirra. Segir hún að Mel B hafi látið þessi orð falla til að selja fleiri eintök af sjálfsævisögu sinni, sem ber heitið Brutally Honest.

„Það er ekki fallegt að segja svona hluti, jafnvel þó þú sért að kynna bók,“ segir nafnlausa heimildin í samtali við fréttaveituna og vill meina að játningin um kynlíf á milli þeirra samstarfskvenna hafi verið hreinn uppspuni og ekkert annað.

„Það gerðist ekkert slíkt. Við vitum öll að Mel B elskar góða fyrirsögn. Þetta hefði kannski verið fyndið fyrir 15 eða 20 árum síðan en þetta var fulllangt gengið og er alls ekki fyndið.“

Heimildir telja að þessi litla játning gæti haft áhrif á endurkomu stúlknanna og sett samstarf þeirra á hliðina, enda hafa þær Mel B og Geri áður átt í ýmsum ágreiningum í gegnum árin. Þegar Geri hætti fyrst í hljómsveitinni árið 1998 er talið að hún hafi stangast hvað mest á við Mel B áður en hún hélt sína leið. Æfingar fyrir nýja tónleikaferðalag Kryddpíanna hefjast eftir tvær vikur og verða fyrstu tónleikarnir haldnir þann 24. maí í Dublin.

Hermt er að Geri muni gefa út yfirlýsingu á næstu dögum til að útkljá málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Atli Heimir er látinn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.