fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Gerði allt vitlaust þegar hann ljóstraði upp um venjur í svefnherberginu: „Hvaða geðveiki er þetta?“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 25. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumar nætur vil ég sofa við gluggann en aðrar nætur við hurðina. Það er ekki svo óeðlilegt, er það nokkuð?“

Um helgina greindi maður að nafni Steve O‘Rourke frá því á Twitter að hann og eiginkona hans Amy eigi það til að skiptast á plássi í rúminu. Þau eigi sér í raun hvorugt neina ákveðna hlið og að það fari eftir hentisemi hvoru megin í rúminu þau sofa hverju sinni.

„Ég var að tala við vinnufélaga mína og þá kom í ljós að þeim finnist furðulegt að við Amy sofum ekki á sömu hliðinni hverja nótt,“ segir Steve sem samkvæmt the Sun var hissa yfir viðbrögðunum sem hann fékk.

 

Viðbrögð færslunnar fengu greinilega á marga og skrifaði meðal annars einn við færsluna: „Hvaða geðveiki er þetta? Ég vil halda því fram að ég sé ævintýragjarn í svefnherberginu en aldrei á ævinni hef ég gert eitthvað jafn furðulegt og þetta.“

Önnur segir: „Þú átt eina hlið í rúminu og það er þín hlið. Maki þinn á hina hliðina og þannig á það að vera. Þetta er pínu lítið eins og að segjast ætla að sofa í rúmi nágrannans.“

Sagði einn við Steve að ef þau haldi þessu áfram þá verði gerð heimildarmynd um parið á Netflix eftir nokkur ár.

Steve O’Rourke höfundur Twitter færslunnar

Það er nógu mikil óreiða í heiminum

Steve ákvað að útskýra þetta furðulega fyrirbæri aðeins nánar fyrir fólki.

„1. Það okkar sem er fyrst upp í rúm fær að ákveða, 2. Við höfum aldrei verið ósammála um þetta, 3. Við færum koddana okkar og bækur á milli, 4. Við skiptum ekki hverja nótt, 5. Hvorugt okkar er geimvera.“

Þá sagði hann fólki einnig að prófa þetta en þá varð allt vitlaust.

„Að prófa að lifa lífi með óstöðugleika og endalausum ófyrirsjáanlegum breytingum. Það er nógu mikil óreiða í heiminum, ég ætla ekki að fara að bjóða henni inn í svefnherbergið mitt líka þakka þér kærlega fyrir,“ sagði einni Twitter notandi.

Fleiri tóku sig til og útskýrðu það að jafnvel þegar makinn væri ekki heima þá svæfu þau samt á sinni hlið og meira að segja þegar þau væru í útilegu þá ættu þau sér hlið í tjaldinu.

Það voru þó einhverjir sem voru sammála Steve og sagðist einn notandi hafa skipt um hlið við maka sinn í tuttugu ár.

„Ég og maki minn höfum gert þetta í tuttugu ár. Mér finnst furðulegt að eiga sitt eigið svæði á húsgagni.“

Hvað finnst lesendum DV um þetta? Eru Steve og Amy furðuleg eða er það hið eðlilegasta mál að skiptast á svefnplássi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri