fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Það sem allir pabbar ættu að gera fyrir dætur sínar

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 24. mars 2019 08:00

Mikilvægt að rækta þetta samband.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki faðir og mun aldrei verða faðir,“ skrifaði ung kona sem deildi þessum góðu ráðum fyrir feður.  „Ég er hins vegar dóttir og á tvo pabba. Á mínum 23 árum hef ég lært að samband föður og dóttur er einstakt. Svo einstakt er það að ást og fordæmi feðra eiga stóran þátt í því að móta dætur þeirra sem einstaklinga.“

Hér fyrir neðan má sjá ráð sem hún telur að allir feður ættu að hafa í huga til að hafa góð og uppbyggileg áhrif á líf og uppeldi dætra sinna.

Strax frá fyrsta degi er hún litla stelpan þín, en þú þarft að rækta sambandið til að halda því þannig.

Ekki gera ráð fyrir, eða reyna að stjórna því, hver áhugamál hennar eru vegna þess að hún er stelpa. Sýndu henni meira en blóm og dúkkur, gefðu henni kost á að leika með Lego og bíla líka.

Leyfðu henni að hjálpa þér með hin ýmsu verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur. Það byggir sjálfstraust og eykur þor þegar hún þarf að feta sig áfram á vinnumarkaðnum síðar í lífinu.

Aldrei tala niður til móður hennar. Komdu fram við hana sem jafningja og dóttir þín mun búast við því sama frá öðrum.

Sýndu henni þínar viðkvæmu hliðar. Hún mun sjá að það er ekki veikleiki.

Það er hægt að leika sér með alls kyns dót.

Einkahúmor og leikir ykkar á milli er eitthvað sem hún mun muna að eilífu.

Þú skalt hvetja hana til að taka áskorunum sem hún óttast, því þú mun alltaf styðja við bakið á henni.

Stattu við öll þau loforð sem þú gefur, það eru nógu margir þarna úti sem munu svíkja hana.

Sýndu henni það sem þú kannt að gera vel.

Biddu hana um að sýna þér það sem hún kann að gera betur en þú.

Reyndu að skilja áhugamál hennar þó þú gerir það ekki. Það kennir henni að sama hvaða hæfileika hún hefur skiptir hann máli.

Ef þú myndir ekki segja það við son þinn skaltu ekki segja það við dóttur þína.

Stuðningur skiptir öllu.

Þegar hún leitar til þín með vandamál skaltu ekki þagga niður í henni og senda hana til mömmu. Hlustaðu. Hún mun leita til þín aftur.

Aldrei tala um líkamlegar breytingar hennar, eða kynvitund, af fyrirlitningu eða feimni. Þá heldur hún að þetta sé eitthvað til að skammast sín fyrir.

Aldrei hlutgera eða lítilsvirða aðrar konur. Hún er að hlusta og lítur í eigin barm.

Talaðu um sterkar konur fyrir framan hana, ekki bara sterka karla, því hana vantar fyrirmyndir og þær eru til staðar.

Ekki hóta einhverju illu ef hún kemur heim með strák (þó það sé í gríni). Það gefur einfaldlega til kynna að þú treystir ekki dómgreind hennar.

Stattu upp fyrir þeim sem minna mega sín. Hlustaðu á þá sem hafa orið undir í samfélaginu. Þú kennir henni að það er sjálfsagt að breyta rétt og sýna samúð.

Segðu henni að hún eigi sig sjálf og enginn annar hafi vald yfir líkama hennar.

Segðu henni að þú elskir hana. Spjallaðu við hana um hversdagslega hluti. Gerðu henni ljóst að þú verðir alltaf til staðar.

Segðu henni að þú elskir hana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna