fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Hrútur gerir upp ástarskuldir – Peningum rignir yfir vatnsberann

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 24. mars 2019 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 25. – 31. mars

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Það mikið sem liggur á þér þessa vikuna elsku hrútur. Það er eitthvað stórt, eitthvað mikilvægt í vændum – jafnvel einhver veisla eða athöfn sem þú hlakkar til en kvíður á sama tíma.

Svo virðist vera sem þú þurfir að gera upp gamlar ástarskuldir. Eitthvað sem þú átt að vera búinn að gera fyrir löngu síðan kæri hrútur. Nú er komið að því að sleppa því gamla og bjóða það nýja velkomið, alveg sama hve erfitt það er. Ef þú dregur þetta enn meira á langinn endar þetta með ósköpum.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 6, 14, 25

Naut

20. apríl – 20. maí

Þér halda engin bönd mitt kæra naut og þú veður áfram úr einu verkefni í annað án þess að staldra við og líta inn á við. Hvernig líður þér? Það er spurning sem þú mátt spyrja þig oftar.

Þú ert að skipuleggja veislu og hún verður nokkuð stór. Ekki vera hræddur við að leita þér hjálpar í undirbúningum því margar hendur vinna létt verk, eins og þú veist vel. Stundum ertu bara of stoltur til að biðja um hjálp því þú veist allt best.

Horfðu þér nær og taktu eftir ástvinum þínum og fjölskyldu. Það er einhver í vanda staddur og þú tekur ekki einu sinni eftir því út af því að þú ert alltaf á fullu.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 3, 45, 60

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Fólk í tvíburamerkinu er búið að vera undir mikilli streitu og pressu heima fyrir. Það er eitthvað ekki alveg í lagi og tvíburar verða að girða sig í brók og takast á við vandamálin en ekki þagga þau í hel.

Í vinnunni er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þér er falin meiri ábyrgð í spennandi starfi og færð stöðuhækkun. Með stöðuhækkuninni færðu yfirmannsstöðu og þér líkar það vel. Passaðu bara að láta vinnuna ekki gleypa þig.

Náinn fjölskylduvinur skýtur uppi kollinum og þú tekur honum fagnandi. Þið farið saman út á lífið og það léttir þér svo sannarlega lundina.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 11, 31, 51

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Einhleypir krabbar ættu svo sannarlega að fylgjast með á Tinder eða líta vel í kringum sig þessa vikuna því nýr elskhugi mætir á svæðið og sá er svo sannarlega ekki af verri endanum. Hann er dularfullur, fagur og áhugaverður – akkúrat það sem krabbinn þarf á að halda núna. Hugsanlega er þetta bara stundargaman en njóttu þess þá út í ystu æsar.

Það er einhver búinn að vera að angra þig í vinnunni upp á síðkastið og þú ert kominn með nóg krabbinn minn. Láttu nú í þér heyra og segðu þessum leiðindapésa til syndanna. Þér á eftir að líða margfalt betur eftir á.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 9, 15, 22

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Þetta er rosalega góð vika hjá lofuðu ljóni. Bæði þú og elskhugi þinn viljið prófa eitthvað nýtt og eyða meiri tíma í svefnherberginu. Þar eiga töfrar eftir að gerast og þið eigið eftir að kynnast hvort öðru upp á nýtt. Einhleypir krabbar þurfa heldur ekkert að kvarta því þeir eiga góðan hauk í horni þegar þarf að svala ýmsum þörfum.

Það er einhver náinn þér sem þú hefur áhyggjur af. Þetta er manneskja sem var mjög veik fyrir nokkrum árum, jafnaði sig að fullu en er nú aftur orðin slöpp. Fylgstu vel með henni og vertu til staðar – það er það besta sem þú getur gert.

Í vinnunni er allt í blóma og er verið að skipuleggja einhvers konar árshátíðarferð eða slíkt. Ji, hvað verður mikið stuð!

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 10, 30, 69

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Það er rosalega mikið um að vera hjá meyjunni þessa vikuna, þá sérstaklega í vinnunni. Það eru ofboðslega miklar hræringar og þú veist ekki alveg í hvorn fótinn þú átt að stíga. Suma daga ertu ekki einu sinni viss hvort þú átt að mæta í vinnuna á annað borð. En þetta skýrist fljótt og þú átt eftir að sjá að fólk ber meira traust til þín en þú hélst.

Heima fyrir er líka tekin meðvituð ákvörðun um að jákvæðni svífi yfir loftum og því verður ótrúlega gaman á heimilinu þessa vikuna. Lofaðar meyjur finna lostann á ný og ná að kveikja í bálinu í svefnherberginu.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 16, 39, 40

Vog

23. september – 22. október

Það grípur þig eitthvað þrifæði þessa vikuna og þig langar að hreinsa húsið af öllum óþarfa í anda Sólrúnar Diego – nema mínus edikið. Þetta er liður í að létta af sálinni þinni því það er íþyngjandi að hafa svona mikið dót og drasl út um allt. Áður en vikan er á enda ertu búin að afreka mikið og ert heldur betur sátt við þig elsku vog.

Almennt séð er bara líf og fjör í kringum þig. Það er gaman að vera í þínum félagsskap og fólk leitar meira og meira í þennan frjóa huga.

Þú leggur meiri áherslu á þig en alla aðra sem skipta engu máli og markar þessi vika upphafið að heilsusamlegri lífsstíl hjá voginni. Gaman, gaman.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 20, 31, 44

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn er ofsalega hræddur þessa dagana við að hleypa fólki nærri sér. Hann vill helst af öllu vera einn og út af fyrir sig til að spá og spekúlera í hinu og þessu. Honum líður vel einn. Hins vegar er vert að minnast á það, elsku sporðdreki, að þú getur ekki verið einn að eilífu. Hleyptu fólki aðeins að þér og leyfðu öðrum að gleðja þig.

Það góða við það að vera einfari er að maður þekkir sjálfan sig inn og út, og það á svo sannarlega við þig, minn kæri sporðdreki. Þú ert að íhuga stóra breytingu í lífinu og veist ekki alveg hvort þú átt að hrökkva og stökkva. Ég segi hrökkva – en ég náttúrulega þekki þig ekki jafn vel og þú þekkir þig.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 34, 62, 77

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Fjölskyldan skiptir öllu máli í þessari viku hjá bogmanninum. Þú þrífst á félagsskap við fjölskyldu þína, hvort sem það eru börn, maki, foreldrar, systkini eða frændur og frænkur. Þú vilt styrkja fjölskylduböndin því þú veist að þau skipta svo ofboðslega miklu máli.

Í vinnunni eru miklar breytingar. Útivinnandi bogmenn eru meira að segja að íhuga að setjast aftur á skólabekk því atvinnulífið er ekki að fara nógu vel með þá. Þú ert ekki að fá nóg út úr vinnunni – þá andlega því peningar eru bara aukaatriði fyrir þér.

Svo er það símtalið sem þú færð um miðbik vikunnar sem breytir öllu – á góðan hátt. Þetta er einhver kunningi sem færir þér rosalega góðar fréttir. Virkilega spennandi mál.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 4, 5, 19

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Þessi vika er rosalega spennandi hjá steingeitum. Það er einhver viðburður framundan sem þú ert ofboðslega spennt fyrir steingeitin mín og fyllir þig af gleði, stolti og hamingju. Þú ert svo góð í því að meta lífið og þú leyfir þér að staldra við, líta yfir farinn veg og klappa þér á bakið fyrir allt sem þú hefur afrekað. Sama hve vont var í sjóinn, þú náðir alltaf að sigla skipinu heim.

Svo ertu mikið að spekúlera í einhverri skemmtiferð til útlanda. Þig langar að fara en ert samt ekki alveg viss, sem er mjög óvanalegt þegar kemur að þér steingeitin mín. Ég mæli með að þú skellir þér, en jafnframt að þú prófir eitthvað nýtt – heimsækir nýjan stað, hittir nýtt fólk og lærir að meta nýja menningu.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 15, 67, 72

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Jahá! Vatnsberi! Meira svona eins og féberi! Það rignir yfir þig peningum úr öllum áttum. Hvað er að frétta?! Þú dettur í einhvern svakalegan lukkupott og færð peningagjafir úr ýmsum (sumum mjög ólíklegum) áttum. Þvílíkt heillaský sem þú stendur undir.

Sama má segja með ástarmálin. Þar er allt að gerast – sérstaklega hjá einhleypum vatnsberum sem geta valið úr vonbiðlum. Þá er gott að hafa bak við eyrað að velja vel því maður vill ekki eyða tíma með leiðinlegu fólki.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 55, 66, 80

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Það er einhver deyfð yfir fiskunum fyrripart viku. Þeir finna sig ekki alveg í þessum heimi og finnst lífið frekar tilgangslaust. Það er eitthvað verkefni búið að valda þeim kvíða og ama og þeir finna bara alls ekki út úr því Svo kviknar allt í einu á perunni um miðbik vikunnar og allt í einu meikar allt sens.

Þú ferð út að borða um helgina á stað sem þú hefur aldrei borðað á áður. Þar hittir þú gamlan kunningja sem vekur upp mjög góðar minningar, jafnvel eilítið rómantískar. Þetta verður virkilega vel heppnað kvöld og ein af þessum stundum sem rætist úr þó væntingar hafi verið litlar.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 7, 13, 29

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.