fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Niðrandi ummæli um Örnu Ýr dregin aftur fram í dagsljósið: „Konur eiga ekki að vera eins og herðatré“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 22:00

Mikið rætt um fordóma gagnvart feitum og grönnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur lengi pirrað mig að of mjótt fólk er ekki talið verða fyrir fordómum,“ segir Sædís Hrönn í samtali við DV. Sædís deildi áhugaverðum athugasemdum í Facebook-hópnum Jákvæð líkamsímynd í gær. Athugasemdirnar áttu allar það sameiginlegt að lýsa því hvernig fólk leyfir sér oft að tala um grannt fólk.

Ein af athugasemdunum.
Sædís.

„Þar sem það er svo mikið talað um fitufordóma þá vildi ég sýna ykkur nokkur dæmi um þá fordóma sem grannir verða mikið fyrir. Þarna hafði einhver maður sett út á fallegu Örnu Ýr og sagði hana vera feita og það voru viðbrögð margra að verja Örnu með því að smána grannnar stelpur,“ skrifar Sædís við athugasemdirnar.

Um er að ræða athugasemdir sem voru látnar falla árið 2016 þegar að fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir átti að vera fulltrúi Íslands í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Grand International 2016 í Las Vegas. Eigandi fegurðarsamkeppninnar, Nawat Itsaragrisil, sagði Örnu Ýr vera of feita til að keppa og þyrfti að grennast. Svo fór að Arna Ýr hætti við að keppa og lagði hælana á hilluna.

„Ég ætla að standa uppi fyrir sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni. Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utaná mér til þess að vera flott uppi á sviði. Ég er hætt. Ég ætla ekki upp á svið í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International,“ skrifaði Arna Ýr á Facebook þegar hún tilkynnti um úrsögnina úr keppninni.

Fyrrnefndur Nawat sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Arna Ýr hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru.

„Hún spurði einhverra spurninga og starfsfólk okkar sem svaraði henni í samræmi við það sem það telur rétt sagði að hún væri mögulega dálítið feit og mæltu með því við hana, á góðan hátt, að hún myndi reyna að grenna sig til að auka líkurnar hennar á því að sigra,“ bætti hann við.

Grannar konur kallaðar beinagrindur.

Fólk spurði Þórunni Antoníu hvort hún væri með anorexíu

Sædís safnaði þessum ummælum á sínum tíma og birti nokkrar þeirra á Facebook í gær. Miklar umræður hafa skapast við innleggið og blöskrar líkamsímyndaraktívistanum Ernu Kristínu þessi orðræða sem birtist í athugasemdunum.

„Þetta er rosalegt. Holdarfar annara kemur bara engum við. Sjúklega absúrd hvað heimurinn er upptekinn af holdarfari og hvernig aðrir eiga að vera og hvað er fallegra en annað….þreytt keis“

Grannar konur sagðar með næringarskort nánast.

Meðal þess sem er skrifað í athugasemdunum er að grannt fólk sé eins og herðatré, það kallað horrenglur og beinagrindur. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir segist hafa lent í slíkum fordómum gagnvart grönnu fólki.

Þórunn Antonía.

„Það er nefnilega enn þá svo mikið tabú að tala um fordóma sem grannir verða fyrir því að það er talið af svo mörgum „ákjósanlegt“ að vera grannur, en þegar maður verður of grannur af álagi, brjóstagjöf eða bara genamengi manns þá er ótrúlegt hvað fólki finnst í lagi að segja við mann og það myndi engum detta í hug að segja til dæmis við manneskju sem væri 5 kg of þung. Ég varð eitt sinn aðeins of létt og án þess að reyna það. Fólk spurði mig bara beint út hvort ég væri með anorexíu. Hvort ég væri að æla upp matnum o.s.frv… sem mér fannst ömurlegt því að ég hafði sko unnið hörðum höndum að því að læra að elska sjálfa mig og minn líkama og þjáðist af miklum ranghugmyndum um eigin líkama á mínum yngri árum og fannst ömurlegt hvað fólki fannst litið mál að setja út á holdafar mitt. Allir líkamar eru fallegir,“ skrifar hún. Annar meðlimur hópsins hefur sömu sögu að segja.

„Ég hef alla tíð verið „of grönn“ og það er bara kjaftæði að grannir verði ekki fyrir fordómum! Það er reglulega ákveðið af alls konar fólki að ég sé með anorexíu eða bara yfir höfuð ekki heilbrigð, að ég sé í neyslu og það er stöðugt gert ráð fyrir því (þá sérstaklega í líkamlegri vinnu) að ég ráði ekki við hlutina,“ skrifar hún og bætir við:

„Það virðist vera svo fast í fólki að ógeðið sé verra sem fólk fær á sig fyrir að vera feitt en grannt. Ég þurfti t.d. að díla við endalausa gagnrýni frá ljósmæðrum á meðgöngum þrátt fyrir að mér og börnunum heilsaðist vel.“

Óboðlegt og ömurlegt

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir í Samtökum um líkamsvirðingu segir mikilvægt að stilla ekki feitum upp á móti grönnum í slíkri umræðu.

„Ömurlegt að þú hafir lent í þessu Þórunn, algjörlega óboðlegt. Ég verð samt að gera athugasemd við ákveðna orðræðu sem ég hef séð alltof oft og frá mörgum aðilum en hún er að „fólki myndi aldrei detta í hug að segja þetta við manneskju sem er of þung“,“ skrifar hún og tekur dæmi.

„Fólk lætur það ekki bara detta sér í hug heldur raunverulega gerir það, svo mikið reyndar að fitufordómar eru með algengustu tegundum fordóma í Bandaríkjunum í dag og nýjustu rannsóknir sýna að þeir fari vaxandi. Þegar fólk segir svona hluti eins og hér að ofan er verið að gera lítið úr upplifunum feits fólks eins og þið viljið meina að verið sé að gera lítið úr upplifunum grannvaxins fólks. Það er ekki sterkur leikur.

Líkamsvirðingarbaráttan snýst ekki bara um feitt fólk heldur fólk af öllum stærðum og gerðum og það sjá allir sem fylgjast t.d. með fb-síðu Samtaka um líkamsvirðingu þar sem fjallað er um allar tegundir líkama og líkamsvaxtar. Sjálf hef ég sem aktívisti opinberlega gagnrýnt þessa orðræðu sem grannar konur verða fyrir og það m.a. ratað í blöðin.

Líkamsvirðingarbaráttan rúmar alla og við verðum að haga orðum okkur þannig að við séum ekki að stilla upp hópum innbyrðis.“

Engin er flott sem er eins og föt á herðatrjám, stendur í einum athugasemdanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.