fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Bleikt

Fimm mæður framleiða klám: Áhorfendur í áfalli – „Hvað í fjandanum er þetta?!!“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 21. mars 2019 15:30

Mæðurnar fimm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur Channel 4 voru vægast sagt í áfalli eftir að hafa horft á fimm mæður framleiða sína eigin klámmynd. Heimildamyndin Mums Make Porn var sýnd á sjónvarpsstöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld.

Allar fimm mæðurnar eiga börn á unglingsaldri. Eftir að hafa séð hvers konar klám er á netinu voru þær skelfingu lostnar og ákváðu að framleiða sína eigin klámmynd.

Markmið þeirra var að gera mynd sem er ekki aðeins klámmynd heldur stuðlar einnig að heilbrigðu viðhorfi til kynlífs og sambanda fyrir næstu kynslóð.

Áhorfendur áttu erfitt með sig fyrstu fimmtán mínúturnar á meðan mömmurnar horfðu á gróf klámmyndbönd. Seinna voru áhorfendurnir í áfalli, því mömmurnar fylgdust með raunverulegum klámstjörnum sinna vinnunni sinni.

Áhorfendur fóru á Twitter til að tjá sig um málið:

„Þetta sjónvarpsefni er að sjokkera mig meira heldur en alvöru klám.“

„Ókei, Channel 4 hafa gengið á göflunum. #MumsMakePorn gæti auðveldlega verið skrýtnasta sjónvarpsefni allra tíma. Hvað er að gerast við þetta land?“

„Hvað er ég að horfa á og af hverju get ég ekki skipt um stöð?“

„Hvað í fjandanum er þetta?!!“

Þó svo að nokkrir voru í áfalli yfir heimildamyndinni þá hrósuðu margir henni hástert.

„#Mumsmakeporn er gjörsamlega heillandi. Vel gert Channel 4.“

„#Mumsmakeporn hefur verið frábært hingað til.“

Mæðurnar Emma, Anita, Sarah, Sarah-Louise og Jane voru fengnar saman til að að skrifa, framleiða og leikstýra klámmynd sem þær myndu vera ánægðar með að unglingar þeirra myndu sjá í stað grófa klámefnisins sem er í boði frítt á netinu.

Mæðurnar heimsóttu sett þar sem var verið að taka upp klámmynd. Þeim hryllti við vinsældum „nauðgunaróra“ og voru hneykslaðar og í uppnámi eftir að hafa horft á klámatriðið.

Ein mamman, Jane, átti erfitt með að halda áfram eftir að hafa horft á eina konu taka þátt í kynlífsatriði með mörgum karlmönnum.

Erika Lust leikstýrði orgíu með sex konum.

Áhyggjur mæðranna minnkuðu eftir að hafa hitt „siðferðislega“ klám leikstjórann Eriku Lust í Barcelona.

Klámmyndir Eriku einblína á ánægju kvenna og notar „alvöru konur.“ 40 prósent af áskrifendum Eriku eru konur.

Mæðurnar horfa á Eriku leikstýra atriði þar sem sex konur eru samankomnar í orgíu með kristal kynlífsleikföngum.

Eftir á segir Emma: „Þetta var glæsilegt kynlífsatriði. Ef við getum gert eitthvað eins og þetta, þá væri það frábært.

Myndin, sem verður tólf mínútur að lengd, verður sýnd sérfræðingum klámiðnaðarins.

Mæðurnar fóru í Good Morning Britain til að ræða um myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hún fjarlægði líkamshár með 21 mismunandi aðferðum: Sjáið myndbandið

Hún fjarlægði líkamshár með 21 mismunandi aðferðum: Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæðgur deila saman rúmi – Myndi giftast karlaútgáfu af dóttur sinni: „Hún er ástin í lífi mínu“

Mæðgur deila saman rúmi – Myndi giftast karlaútgáfu af dóttur sinni: „Hún er ástin í lífi mínu“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

12 hugmyndir að öðruvísi stefnumótum

12 hugmyndir að öðruvísi stefnumótum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

North West stelur senunni: „Það sem við gerum í fæðingarorlofi“ – Sjáið myndbandið

North West stelur senunni: „Það sem við gerum í fæðingarorlofi“ – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þrjátíu hlutir sem Meghan Markle var bannað að gera þegar hún giftist Harry

Þrjátíu hlutir sem Meghan Markle var bannað að gera þegar hún giftist Harry
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þú getur knúsað þig í svefn og það tekur bara eina mínútu

Þú getur knúsað þig í svefn og það tekur bara eina mínútu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.