fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Þig á eftir að svíða í rassinn og lærin eftir þessa æfingu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 20. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur einhvern tíma haldið á ferðatösku eða þungum pokum upp stiga þá veistu hversu erfitt það getur verið. Hjartað slær hratt, þig svíður í rassinn og lærin og handleggirnir alveg búnir á því þegar þú kemst upp stigann.

Þú getur endurgert þessa æfingu í ræktinni með kassa og lóðum. Þessi æfing er fullkomin æfing fyrir allan líkamann. PopSugar greinir frá.

Þessi æfing er vinsæl, sérstaklega meðal CrossFittara. Æfingin var meira að segja í CrossFit Open 19.3 æfingunni.

Þú hefur kannski líka séð æfinguna í alls konar bootcamp tímum og hjá Kaylu Itsines. Það er vegna þess að þessi æfing er ein af bestu æfingunum fyrir allan líkamann sem þú getur gert. Æfingin einblínir á rass og læri, en vinnur líka á kvið og handleggjum.

Ef þú ert að byrja í styrktarþjálfun, byrjaðu með kassa sem er um 15 sm á hæð. Vertu með létt handlóð, 1-3 kg. Ef þú ert reyndari, notaðu kassa sem er 50-60 sm á hæð og handlóð sem eru 4-12 kg á þyngd.

Æfingin

Haltu á sitthvoru handlóðunum og hafðu hendurnar niður með síðu. Ef þú ert reyndari geturðu haldið þeim við axlirnar.

Stígðu með hægri fætinum á kassann, svo vinstri þannig bæði fætur eru ofan á kassanum.

Stígðu rólega hægri fætinum aftur af kassanum, og svo vinstri.

Þetta telst sem ein endurtekning.

Passaðu þig að stíga jafn oft fyrst með hægri eins og vinstri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.