fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Má fara á æfingu með kvef? – Þumalputtareglan sem allir ættu að þekkja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður er sárlasinn langar manni helst að kúra undir sæng, ekki fara á æfingu. En kvef er annað mál. Þér líður kannski ekki eins vel og vanalega, en þú ert ekki mjög slöpp heldur.

Að sjálfsögðu viltu hvíla líkamann og ekki gera eitthvað sem gæti gert kvefið verra. En á hvíld eftir að hjálpa eða er það bara afsökun til að sleppa við ræktina?

Er í lagi að æfa með kvef?

Já! Eða svona jájá, segir Jessalyn Adam, MD, við Women‘s Health Magazine.

Fylgdu „háls reglunni.“

„Ef öll einkenni okkar eru fyrir ofan háls þá máttu æfa. En ef þú ert með einkenni fyrir neðan háls, þá áttu líklegast ekki að fara á æfingu,“ segir Jessalyn.

Það er í lagi að fara á æfingu með:

  • Nefrennsli
  • Stíflað nef
  • Hálsbólgu

Ekki fara á æfingu ef þú ert:

  • Með hósta
  • Andstutt
  • Með beinverki
  • Með þrengsli yfir brjóst
  • Með hita

Hreyfing hjálpar ónæmiskerfi þínu, en það er mikilvægt að fylgja því hvernig þér líður. Þó þú sért „bara“ með kvef fyrir ofan háls, ekki finnast þú vera skyldug til að fara í ræktina ef þér líður hræðilega. Hlustaðu á líkama þínn.

Hvers konar æfingar á ég að gera?

„Þetta er ekki tíminn til að taka eins vel á því og þú getur,“ segir Jessalyn. „Líkami þinn er enn að berjast við sýkingu.“

Hún mælir með því að taka „létt cardio“ eins og þægilegt hlaup, hjóla rólega eða fara á skíðavélina.

„Ekki æfa eins lengi og þú myndir venjulega gera.“

Þegar kemur að styrktaræfingum segir Jessalyn að þú ættir ekki að lyfta eins þungt og venjulega, sérstaklega ef þú ert stífluð. „Léttari þyngdir ættu að vera í lagi,“ segir hún.

Mundu bara að þrífa tækin eftir þig svo þú smitir ekki aðra í ræktinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.