fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

J. Lo, Cardi B, Constance Wu og fleiri stjörnur í nýrri kvikmynd um strippara

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 20. mars 2019 14:00

Jennifer Lopez, Cardi B, Lili Reinhart og Constance Wu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cardi B er að fara að leika í sinni fyrstu kvikmynd, Hustlers, ásamt Jennifer Lopez, Constance Wu, Lili Reinhart, Juliu Stiles, Keke Palmer og fleiri stjörnum.

Myndin fjallar um fyrrum strippdansara sem hefna sín á ríkum viðskiptavinum. Handritið er byggt á grein í New York Magazine, „The Hustlers at Scores.“

Tökur á kvikmyndinni hefjast í dag samkvæmt Deadline. Ekki er komið á hreint hvenær myndin fer í kvikmyndahús.

Lorene Scafaria skrifar og leikstýrir myndinni. Hún skrifaði einnig handritið fyrir Nick and Nora‘s Infinite playlist, The Meddler og Seeking a Friend for the End of the World.

Sögunni er lýst sem „nútímaleg saga af Hróa Hetti“ sem snýst um „nokkra strippara sem stálu frá (oftast) ríkum, (venjulega) ógeðslegum, (í þeirra huga) sorglegum karlmönnum og gefa sér sjálfum peninginn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem J. Lo og Cardi B vinna saman en þær unnu saman að laginu Dinero.

Cardi B er ekki ókunnug strippdansi, en hún var strippari áður en hún varð fræg sem rappari. Hún skammast sín ekkert fyrir fortíð sína. „Ég segi ekki stelpum að [strippa] en ég ætla að vera hreinskilin – það bjargaði mér. Það algjörlega bjargaði mér. Áður en ég byrjaði að vinna á strippklúbbnum þá var ég gjaldkeri í búð,“ sagði hún í viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.