fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Orð Stefaníu snerta okkur öll – „Við getum ekki lengur staðið undir þessum fölsku ímyndum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Sigurðardóttir birti stöðufærslu á Facebook fyrr í dag, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta. Í færslunni skrifar Stefanía um samfélagsmiðlana, hvað við birtum á þeim (oft án þess að hugsa) og áhrifin sem færslur okkar geta haft á aðra.

Hér er smá „low light“ í mínu lífi, samt eitthvað sem aðrir upplifa sem hugrekki, en ég upplifi sem mjög erfiða berskjöldun um ófullkomleika minn.
Mig langar að planta smá fræi með þessari mynd.
Ég hef svo oft orðið sek um þetta sjálf, en er að læra og finnst ég bera ábyrgð á miðla þeirri þekkingu og vonandi vekja fleiri til umhugsunar.
Áður en þú birtir myndir af börnunum þínum á samfélagsmiðlum – leyfa þau það? Gætirðu verið að planta óraunhæfum væntingum um það hvernig börn eiga að vera?
Áður en þú birtir myndir af þér að kaupa dýra, nýja hluti – græða aðrir af því að sjá það annað en öfund og vanlíðan?
Áður en þú birtir myndir af þér í dýra eða ódýra fríinu þínu – geta allir vinir þínir gert það sama? Geta allir veitt börnum sínum það sama og sinni fjölskyldu?
Hugsaðu um hvaða áhrif það hefur á aðra að sjá og skoða highlightin í þínu lífi, geta myndirnar og þínar þarfir til að fá samþykki skaðað þá sem horfa á?
Gætirðu mögulega sleppt því að setja á samfélagsmiðla og sent þetta bara á þá sem eru næstir þér og virkilega skilja allt harkið á bak við þetta highlight þitt?

Það eru margir þarna úti sem einhverra hluta vegna geta ekki gert þetta sama, vilja samgleðjast, en hafa ekki tök á því að lifa upp í ímyndina sem þú ert “óvart” að setja sem markmið.
Berum ábyrgð og hrósum okkur sjálf, við erum öll að gera okkar besta og erum öll að gera nóg og erum nóg, þótt það sé ekki hægt að koma því fram á mynd.
Ef eina leiðin fyrir þig til að líða vel og finnast þú einhvers virði er að birta myndir af highlightunum í lífinu þínu skaltu horfa inná við og skoða hvort þú þyrfir ekki að finna sátt og ró innra með þér. Í staðinn fyrir að nota samfélagsmiðla, farðu í markþjálfun, til sálfræðings eða annarra sérfræðinga sem geta hjálpað þér að sjá fegurðina innra með þér og deildu henni svo – í fullri berskjöldun með öllu draslinu þínu – það er LANG FALLEGAST!
Áður en þú reynir að upplifa opinberlega að þú sért nóg, með uppstilltum hápunktum, vertu viss um að þú sért ekki að valda því að öðrum líði eins og þau sé ekki nóg í sínu hráa, venjulega harki. Við getum ekki lengur staðið undir þessum fölsku ímyndum. Hættum að taka þátt.
Endilega lækið ekki – heldur deilið frekar ef þetta höfðar til ykkar.
Ást og kærleikur til ykkar allra, dásamlegu samferðarfélagar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.