fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 18. mars 2019 19:30

Luke, Henry og Charlotte.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúður hefur sagt frá því hvernig hún var greind með krabbamein aðeins viku fyrir brúðkaupið. Hún ákvað að halda því sem leyndarmáli fyrir gestum, en sagði unnusta sínum, foreldrum, systur og brúðarmeyjum.

Charlotte Drake hefur lokið við meðferð og er laus við krabbamein. Hún og Luke eiga sjö mánaða gamlan son, Henry, sem þau eignuðust með hjálp tæknifrjóvgunar.

„Ég á enn þá erfitt með að trúa því að ég var með krabbamein. Þegar ég var greind var ég þrítug, engin saga um krabbamein í fjölskyldunni, ég reykti ekki, drakk sjaldan og var mjög heilbrigð,“ segir Charlotte við Mirror.

„Ég man að ég hugsaði að ef ég myndi deyja þá myndu allir allavega sjá mig líta eins vel út og ég gæti í brúðkaupinu. Ég ætlaði að fara út með hvelli.“

Charlotte og Luke nýgift.

Krabbameinið setti allt í samhengi

Parið frestaði brúðkaupsferðinni svo Charlotte gæti farið í aðgerð til að fjarlæga æxlið, aðeins þremur dögum eftir brúðkaupsveisluna í maí 2014.

„Áður en ég fór á spítalann til að fá niðurstöðurnar mínar var ég að engjast yfir því hvaða lit af kjól ég ætti að kaupa á netinu fyrir brúðkaupsferðina. Klukkustund síðar var mér sagt að ég væri með krabbamein. Þetta setti allt í samhengi og ég gat ekki trúað því að ég hafi verið með áhyggjur yfir kjól. Ég var viss um að líf mitt væri búið og ég sagði Luke að við ættum ekki að gifta okkur. Ég var hrædd um að ég hefði eyðilagt líf hans og vildi ekki verða eiginkona hans, bara til að deyja sem slík. Mér fannst eins og ég væri að taka brúðkaupsdaginn hans frá honum. En hann var ótrúlegur og sagði við mig að við ætluðum að gifta okkur sama hvað.“

Brúður á brúðkaupsdaginn.

Brúðkaup en ekki jarðarför

Charlotte og Luke ákváðu að halda krabbameininu leyndu fyrir brúðkaupsgestum.

„Við Luke sögðum ekki brúðkaupsgestunum því við vildum að þetta væri hamingjustund. Við vildum ekki vorkunn þeirra, þetta var brúðkaup en ekki jarðaför.“

Hún viðurkennir þó að þetta hafi haft áhrif á stóra daginn.

„Mér fannst brúðkaupsmorguninn frekar erfiður. Mig hafði dreymt um þennan dag í mörg ár – og ég var með krabbamein. En mér tókst að komast yfir það og sagði mér sjálfri að þessi dagur var ekki bara fyrir mig. Hann væri fyrir Luke og fjölskyldu mína,“ segir Charlotte.

„Eina sem var erfitt var þegar fólk var að knúsa mig, sem var virkilega vont því ég var nýbúin í vefjasýnisstöku.“

Hamingjusöm og ólétt.

Tæknifrjóvgun

Nokkrum dögum eftir brúðkaupið fór Charlotte í aðgerð til að fjarlægja æxlið. Hún fór einnig í lyfja- og geislameðferð. Meðferðirnar voru árangursríkar en sködduðu eggjastokka hennar.

„Við reyndum að eignast barn náttúrulega í ár, en ekkert gerðist. Þegar ég var á Blenheim Palace og horfði í kringum mig og sá alla foreldrana með börnin sín, brotnaði ég niður. Mér fannst ég rænd, ég þurfti að eignast barn og sagði Luke að mig langaði að prófa tæknifrjóvgun.“

Charlotte og Luke var sagt að það yrði ólíklegt að tæknifrjóvgun myndi heppnast, en eftir eitt skipti varð Charlotte ólétt.

Sonur þeirra, Henry, fæddist eftir 36 vikur. Fjölskyldan er hamingjusöm og fór nýlega aftur á Blenheim Palace. „Það var skrýtið að fara á staðinn þar sem ég brotnaði niður nokkrum árum áður, örvæntingarfull eftir barni. En í þetta skiptið var ég hamingjusöm að vera þarna með minni eigin fjölskyldu.“

Charlotte með Henry nýfæddan.

Að lokum vill Charlotte hvetja allar konur að skoða brjóstin sín reglulega. „Mamma kenndi mér alltaf að fylgjast vel með brjóstunum mínum, þó það sé engin fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein. Ég er viss um að hún bjargaði lífi mínu.“

„Ef þú finnur hnúð gerðu eitthvað í því strax. Þegar ég fann minn hélt læknirinn að þetta væri blaðra en ég heimtaði að fá að fara til sérfræðings svo hann gæti skoðað það frekar. Krabbameinið mitt var af árásargjarnri tegund og ef ég hefði ekki heimtað að fara til sérfræðings hefði ég dáið innan tveggja ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn