fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Bleikt

Ágústa Kolbrún auglýsir eftir leiguhúsnæði fyrir unglinginn: „Hann draslar til – rífur kjaft og hundsar allt sem hann er beðinn um“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núna þarf þessi blessaði táningur að fara að flytja út. Hann er ósköp venjulegur unglingur sem sefur á daginn og vakir á nóttunni, sem er örugglega tölvuleikjum að kenna. Hann draslar til, brýtur hluti og hendir niður hlutum ef honum leiðist.“

Svona hefst auglýsing Ágústu Kolbrúnar þar sem hún óskar eftir leiguhúsnæði fyrir unglinginn á heimilinu. Heldur hún áfram og segir:

„Hann rífur kjaft og hundsar allt sem hann er beðinn um að gera. Hann borðar endalaust en er samt roooosalega matvandur. Hann á eflaust ekki eftir að borga leigu og stingur af ef þú ætlar að reyna að rukka hann. Ég held að hann haldi líka fullt af partýjum þegar ég er ekki heima. Ég veit ekki til þess að hann sé í einhverju rugli samt. Hann neitar alltaf.“

Segir Ágústa unglinginn þó ávallt vera snyrtilegan til fara og að hann hugsi vel um sjálfan sig.

„Á enginn huggulegan stað fyrir þetta gerpi? Kassa, sófa, rúm, hillur, gólfið jafnvel? Hann er rosa nægjusamur.“

Fyrir neðan auglýsinguna birtir Ágústa svo mynd af unglingnum sem um ræðir:

Tekur hún það þá fram að hann sé í raun alls ekki að leita.

„Hann fær að vera hjá okkur lengur. Við lentum bara í rifrildi því hann vildi ekki gera það em ég bað hann um og hann trúði mér ekki að ég myndi henda honum út. Sem ég er svo sem ekkert að fara að gera,“ segir hún að lokum. Auglýsingin hefur vakið mikla lukku enda bráðfyndin. Ágústa gaf DV góðfúslegt leyfi til þess að deila henni með lesendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 3 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.